Morgunblaðið - 23.11.2008, Síða 39
39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
stað í mánuðinum með Sprotann -
atvinnusmiðju en tilgangurinn er að
efla alla nýja hugsun hvað varðar at-
vinnutækifæri á Íslandi. Um er að
ræða vettvang starfsfólks og nem-
enda LbhÍ, atvinnulífs og samstarfs-
stofnana á sviði matvælaframleiðslu,
þjónustu, landbúnaðar, nátt-
úrufræða og umhverfismála til at-
vinnusköpunar. Á vegum Sprotans
verða málþing og vinnufundir og að-
staða fyrir einstaklinga og hópa í
hugmyndavinnu. Aðstaðan getur
falist í öllu frá skrifstofuað-
stöðu yfir í skóga, gróð-
urhús eða verk-
stæði. Til
viðbótar býr mikil þekking innan
skólans og eru rannsóknir að sögn
Ágústs 60% af heildarumsvifum
skólans.
Listkennaranám á vorönn
Listaháskóli Íslands tekur inn
nemendur í kennaranám á
vorönn í fyrsta sinn á næsta
ári. Umsóknarfrestur er til 1.
desember. Skólinn hefur
ekki aðra möguleika til að
taka nemendur inn á vorönn, þar
sem langflestar brautir eru nú þegar
yfirfullar og langtum færri umsækj-
endur komust að en sóttu um, að
sögn Hjálmars H. Ragnarssonar,
rektors skólans.
LHÍ hefur aðrar leiðir til að
bregðast við fyrirséðu atvinnu-
ástandi, að sögn Hjálmars. „Skólinn
er með áætlanir um nýjar náms-
brautir sem tækju til starfa
haustið 2009, en óvíst er
hvort af stofnun þeirra get-
ur orðið þar sem ekki er ljóst
hver nemendaframlög frá ríkinu
verða.“ Alls eru 10 námsbrautir á
meistarastigi í undirbúningi.
Verði af uppsetningu brautanna
verða teknir inn nemendur á fjór-
ar þeirra næsta haust.
Til viðbótar er leitast við
að greiða úr vandræðum
nemenda sem hófu listnám á
erlendri grund í haust en
óska nú eftir að fá sig
færða til vegna aðstæðn-
anna. Hjálmar segir
þennan hóp ekki
vera stóran en ein-
hverjir hafi leitað til
þeirra. Tekið er á
máli hvers einstaklings
fyrir sig.
Listaháskólinn er
með þrjú verkefni í
undirbúningi í sam-
vinnu við aðra há-
skóla. PRISMA/
Ljósbrot er námskarfa í
samvinnu við Bifröst.
Um er að ræða tveggja
mánaða nám á sviði
heimspeki, listfræði,
skapandi vinnu og
markaðsfræði sem
hleypt verður af stokk-
unum á næsta ári. Hjálmar telur að
eftirspurn sé eftir stuttum náms-
leiðum sem þessum því ekki séu allir
tilbúnir að fara í lengra nám.
„Það verður aukin ásókn í
skólana og ekki endilega í þær
greinar sem hingað til hafa verið
eftirsóttastar,“ spáir Hjálmar,
sem býst við aukinni aðsókn í
listnám þó það fari einnig eftir
því hvort skólanum takist að auka
námsframboð sitt.
Tvö verkefni eru í samstarfi við
HR. Annað er vefsvæði fyrir gras-
rótarfrumkvæði sem ber nafnið „I
am Innovation“ og kallar Hjálmar
þetta „stefnumótasíðu fyrir hug-
myndir“. „Fólk þarf að hafa aðstöðu
og stuðning við að koma hug-
myndum sínum á framfæri.“
Hugmyndahús verður opnað
Hitt er Hugmyndahús, vett-
vangur fyrir frumkvöðla og þekking-
arvinnu. „Við erum líklega komin
með húsnæði og það eru allir tilbúnir
að rétta okkur hjálparhönd. Við er-
um þakklát fyrir hvað við höfum
fengið frábærar undirtektir og
sjáum fram á að geta opnað húsið
strax í janúar,“ segir Svafa
Grönfeldt, rektor Háskól-
ans í Reykjavík.
Unnið er að því að koma
á fót um 250 milljóna króna
sjóði og stefnt er að því að innan
næstu 18 mánaða verði búið að
stofna meira en 50 fyrirtæki fyrir til-
stilli þessa verkefnis. Að þeim koma
væntanlega um 500 manns, en þar
fyrir utan er stefnt að því að um
3000 manns nýti sér aðstöðuna eða
njóti góðs af henni á einn eða annan
hátt.
Tilgangur verkefnisins er að
skapa ný störf og verðmæti með því
að nýta hæfileika fólks sem vill og
þarf að leita nýrra og skapandi leiða
í samfélaginu.
Stærsta verkefni HR sem stendur
er samstarfsverkefni við Babson
College og London Business School
um samstarf. „Fulltrúar skólanna
koma hingað til lands núna í desem-
ber til að skrifa undir samning. Við
munum leiða 44 landa rannsókn-
arverkefni. Það á að þróa nýtt nám
fyrir frumkvöðla og prófa það hér á
Íslandi.“
HR hefur ennfremur ákveðið að
taka á móti eins mörgum nýnemum
og mögulegt er um næstu áramót.
Umsóknarfrestur er almennt til 5.
desember næskomandi nema til 28.
nóvember í meistaranám í tækni- og
verkfræðideild. Einnig býður Opni
háskólinn í HR upp á ýmsa mögu-
leika fyrir fólk til að sækja styttri
námsleiðir og námskeið.
„Okkar hlutverk núna er að skapa
störf og auka bjartsýni,“ segir Svafa
en hún segir HR vera „nýsköp-
unarskóla með mikinn frum-
kvöðlaanda. Við leiðum saman ólík
svið, viðskiptafræði-, lögfræði-, lýð-
heilsufræði-, tækni- og verkfræði-
menntun.“
HR tekur líka inn nemendur á
frumgreinasvið um áramót, sem er
kjörin leið fyrir iðnaðarmenn og
aðra úr atvinnulífinu, sem þurfa á
frekari undirbúningi að halda til
áframhaldandi náms á háskólastigi,
einkum í tæknifræði og verkfræði.
Samvinna háskóla mikilvæg
„Ég held að það skipti öllu máli að
háskólarnir vinni saman sem einn og
taki skref til að auðvelda flæði nem-
enda og vísindamanna milli skóla,
þannig að þeir geti unnið saman á
milli stofnana en ekki aðeins innan
þeirra,“ segir Svafa.
„Ég finn það á rektorunum að það
er gríðarlegur hugur í öllum háskól-
unum. Það vilja allir leggja sitt af
mörkum. Við erum meðal best
menntuðu þjóða í heimi og munum
þar af leiðandi ná okkur hraðar upp-
úr þessari holu því við höfum þekk-
inguna og sköpunarkraftinn til
þess.“
vörnin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VIGDÍS Hlíf Sigurðardóttir byrj-
ar í kennaranámi við Listahá-
skóla Íslands eftir
áramót. Vígdís, sem
er 23 ára, útskrif-
aðist með BA-gráðu
í grafískri hönnun
frá LHÍ vorið 2007.
„Það er verið að
lengja kenn-
aranámið í tvö ár en
ef ég byrja um ára-
mótin næ ég þessu á
þremur önnum. Mig
langaði alltaf til
þess að fara í þetta
nám en var ekki bú-
in að ákveða hve-
nær. Núna finnst
mér góður tími til
að byrja í náminu.“
Hún hefur áhuga
á að kenna myndlist
og hönnun í framhaldsskóla eða í
eldri bekkjum grunnskóla.
Frá útskrift hefur Vigdís verið
að vinna í lausa-
mennsku. „Ég ætlaði
að fara í starfsnám á
auglýsingastofu í
New York í vetur en
það er dottið upp-
fyrir út af krepp-
unni. Það er líka
slæmt ástand þar,“
segir Vígdís sem hef-
ur því þurft að laga
sig að breyttum að-
stæðum.
Eina sem hún hef-
ur áhyggjur af er að
þurfa að lifa einvörð-
ungu af námslán-
unum og hefur hún
því hug á að nota að-
stöðuna í skólanum
og reyna að vinna
eitthvað með náminu.
Góður tími
til að byrja
Morgunblaðið/Ómar
Vigdís Hlíf Hún er útskrifaður grafískur hönnuður og byrjar í kenn-
aranámi við Listaháskóla Íslands eftir áramót.
‘‘ÉG ÆTLAÐI AÐFARA Í STARFS-NÁM Á AUGLÝS-INGASTOFU Í
NEW YORK Í VET-
UR EN ÞAÐ ER
DOTTIÐ UPP-
FYRIR ÚT AF
KREPPUNNI.
ARNAR Snær Pétursson hefur
meistaranám í alþjóðlegum við-
skiptum við Háskólann á Bifröst
um áramótin. „Ég byrja í stað-
námi núna í janúar, flyt upp á
Bifröst sem er æð-
islegt,“ segir Arnar
sem útskrifaðist
sem viðskiptafræð-
ingur frá skólanum
í febrúar á þessu ári
og þekkir því vel til.
„Háskólinn á Bif-
röst býður upp á
mjög spennandi
nám. Ég hlakka
bara til og hef bara
góðar sögur að
segja af Bifröst.
Meginástæða þess
að ég er að fara aft-
ur uppeftir er að ég
hef svo góða
reynslu af skólanum,“ segir
Arnar sem vonast til að ljúka
námi seinnipart ársins 2010.
Arnar, sem er 24 ára, starfar
sem sölustjóri hjá fyrirtæki í
Kópavogi. Þótt hann hafi vinnu
segist hann samt vera að bregð-
ast við breyttum aðstæðum í
þjóðfélaginu með
því að fara í nám.
„Maður veit ekkert
hvað verður. Besta
vörnin er að halda
áfram að mennta sig
og næla sér í ennþá
meiri þekkingu,“
segir hann.
„Ég er í sambúð
en flyt einn upp-
eftir. Það er styttra
í bæinn en fólk gerir
sér grein fyrir. Mað-
ur er bara klukku-
tíma og korter að
keyra þetta,“ segir
Arnar, sem er já-
kvæður. „Ég er alltaf bjartsýnn!
Maður kemst lítið án jákvæðn-
innar.“
Kemst lítið án
jákvæðninnar
Morgunblaðið/Valdís Thor
Arnar Snær Hann hlakkar mikið til að hefja meistaranám í alþjóð-
legum viðskiptum við Háskólann á Bifröst um áramótin.
‘‘BESTA VÖRNINER AÐ HALDAÁFRAM AÐMENNTA SIG OG
NÆLA SÉR Í
ENNÞÁ MEIRI
ÞEKKINGU