Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 42

Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 42
42 Efnahagsmál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Málstofa Baráttan gegn ólöglegum fiskveiðum Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, miðvikudaginn 26. nóvember 2008 kl. 12.30-14.00 Dagskrá: 12.30 Inngangur: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. 12.45 Framsöguerindi: Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda hf. 13.05 Framsöguerindi: Dr. Rosemary Rayfuse, prófessor í þjóðarétti við Háskólann í New South Wales, Sydney, Ástralíu. 13.35 Fyrirspurnir og umræður. 14.00 Slit. HÁSKÓLI ÍSLANDS ALLIR VELKOMNIR Lagadeild Átt þú útistandandi kröfur erlendis? Ertu í útflutningi til erlendra aðila? Fáðu fjármagnið í hendurnar strax og tryggðu meiri vinnsluhraða og betra fjárstreymi. Kaupum kröfur gegn staðgreiðslu á hagstæðum kjörum fyrir þína starfsemi Allar nánari upplýsingar í síma 698 8320 - info@hffelag.is Hagur fasteignafélag ehf Samvinna • Hagsæld • Árangur SAGNFRÆÐIN er ekki frekar en hagfræðin fær um að sjá fram í tímann, greina framtíð, nema að því marki sem hægt er að taka mið af reynslu fortíðar. Það er hins vegar eðlilegt í þeirri tilfinningaþrungnu umræðu sem öll þjóðin tekur þátt í um þessar mundir að vísað sé til sög- unnar og leitað ráða í hagfræðinni. Það er eðlilegt að fólk beri fyrri krepputímabil saman við það skeið sem við göngum nú í gegnum og spyrji hvort þar sé eitthvað að finna sem draga megi lærdóma af. Hvern- ig má gera þessa kreppu sem stysta og sársaukaminnsta? Og umfram allt, hvernig má komast hjá að hneppa komandi kynslóðir í fjötra fátæktar og vonleysis? Margir hafa bent á kreppuna miklu á 4. áratug 20. aldar og sumir hafa gengið svo langt að leita samanburðar í móðu- harðindunum undir lok 18. aldar þegar fimmtungur þjóðarinnar féll og eftir stóðu tæplega 40 þúsund Ís- lendingar. Það er óneitanlega helst til langt seilst að leita samanburðar í hremmingum hinna miklu nátt- úruhamfara. Nógu er samt af að taka þegar kemur að manngerðum hamförum af hagfræðilegum toga á 19. og 20. öld. Sennilega hafa fáar manngerðar kreppur verið sam- tímafólki jafnhugleiknar og kreppan mikla á 4. áratug 20. aldar. Tölur og veruleiki Í ljósi hagtalna birtist 3. áratugur 20. aldar sem mikið hagvaxtarskeið, meira en menn höfðu áður kynnst á öldinni. Hagtölur geta verið vara- samar þótt þær séu réttar. Ef aðrar heimildir eru skoðaðar, svo sem gerðarbækur verkalýðsfélaga, blaðagreinar og dagbækur eða einkabréf alþýðufólks birtist allt önnur mynd – mynd af atvinnuleys- issveiflum, húsnæðisleysi og mat- arskorti. Á árunum 1917 til 1928 gengu síendurteknar atvinnuleys- ishryðjur yfir Reykjavík og þegar mest var náði atvinnuleysi til á milli 9 og 14% vinnufærra karla. Atvinnu- leysið hvarf að miklu leyti 1928. En góðærið var skammvinnt. Kreppan sem hófst haustið 1929 náði til Ís- lands í ársbyrjun 1931. Verðmæti út- flutnings landsmanna hrapaði um 40% milli áranna 1929 og 1932. Er- lendir markaðir urðu æ torsóttari þar sem helstu viðskiptaþjóðir landsmanna drógu hver sem betur gat úr innflutningi og settu hömlur á hvers kyns utanríkisviðskipti. Ís- lensk stjórnvöld fetuðu í fótspor ná- grannaþjóða og haustið 1931 var innflutningur á „óþörfum varningi“ bannaður. Með „óþörfum varningi“ var átt við ávexti, sælgæti, ilmvötn, hljóðfæri, skó og vörubíla. Nokkru síðar var enn hert á höftunum og þurfti þá sérstakt innflutningsleyfi fyrir flestum vörum. Leita þurfti ásjár sérstakrar ríkisskipaðrar nefndar ef einhver hugsaði til dæmis svo djarft að ætla að fjárfesta í rit- vél. Þessar ströngu reglur voru í gildi þar til heimsstyrjöldin síðari braust út haustið 1939. Þá hófst ann- ars konar skömmtun. Sé tímabilið frá 1931 til 1940 skoð- að í ljósi góðæris á undan og eftir virðist þessi áratugur einkennast af einni allsherjarkreppu, skorti og eymd. Með hliðsjón af þurrum hag- tölum virðist þó sú mynd nokkuð ýkt. Þeir sem voru í fastri vinnu nutu þolanlegrar afkomu. Neyslu- vörur lækkuðu í verði og laun voru óbreytt sem merkti aukinn kaup- mátt. Hins vegar voru fæstir verka- menn og verkakonur svo lánsöm að njóta fastrar vinnu í langan tíma í senn. Baráttan hjá mörgum snerist um að fá eitthvert handarvik. Hin grimma glíma daglaunamanna var óvissan. Menn vissu sjaldan hvaða árangur hlytist af vinnusnapi þann og þann daginn. Það má með öðrum orðum leiða rök að því að alþýðufólk hafi búið við kreppu, eða kreppusveiflur, með stuttum hléum frá því 1917 til 1940. Atvinnuleysi 4. áratugarins var í það minnsta ekkert nýnæmi fyrir verka- fólk. Þegar neyðin hrópar Jafnskjótt og kreppa fór að at- vinnulífi í ársbyrjun 1931 urðu við- brögð fólks í líkum dúr og á þriðja áratugnum; að krefjast opinberra framkvæmda, atvinnuleysistrygg- inga og vinnumiðlunar sem rekin yrði í samráði við verkalýðsfélög. Það er forvitnilegt að bera saman til- lögur og kröfur alþýðusamtaka um úrbætur annars vegar frá fyrstu misserum kreppu og hins vegar síð- ar. Slíkur samanburður leiðir í ljós að róður heimila átti eftir að þyngj- ast er á leið áratuginn. Í stað hóg- værra ábendinga um ákveðin verk sem mætti vinna komu kröfur og hróp á hjálp og æ oftar mátti sjá kröfur eins og þessar: Að bæjarstjórnin starfræki al- menningsmötuneyti þar sem at- vinnulausir fái ókeypis fæði. Að allir atvinnulausir fái ókeypis gas, rafmagn og kol yfir vetrarmán- uðina. Að bærinn greiði húsaleigu fyrir atvinnulausa. Að börn fái mjólk, lýsi og mat í skólanum. Að börn atvinnulausra fái ókeypis fatnað og skófatnað. Að börn frá úthverfum eigi kost á ókeypis ferðum til og frá skóla. Að ríkið kaupi óseljanlegar neysluvörur, svo sem fisk, kjöt og aðrar landbúnaðarvörur og útbýti meðal atvinnulausra. Viðbrögð hins opinbera Stjórnvöld og sveitarfélög brugð- ust við ástandinu af mismikilli rögg- semi, en víða var gripið til stórtækra félagslegra aðgerða. Framan af kom ríkisvald og Reykjavíkurbær að nokkru leyti til móts við kröfur um matargjafir með fjárstuðningi við mötuneyti safnaðanna. Um tíma fékk þar atvinnulaust fólk ásamt börnum sínum ókeypis fæði einu sinni á dag, en aðeins sex daga vik- unnar, og aðeins yfir vetrarmán- uðina. Mötuneytið gerði reyndar meira en að gefa hungruðum mat. Það safnaði fötum og dreifði meðal þurfandi, rak um skeið prjónastofu og stóð fyrir fræðandi fyrirlestrum í Franska spítalanum fyrir alþýðu- fólk. Ráðningarstofa Reykjavík- urbæjar var stofnuð árið 1934 og í byrjun næsta árs gengu í gildi lög um vinnumiðlun. Með Vinnumiðl- unarskrifstofu ríkisins voru hafnar umfangsmeiri opinberar vegafram- kvæmdir, og landræktun en áður hafði þekkst hér á landi. Loks hófust stórtækar virkjunarframkvæmdir við Sog. Með lögum um alþýðu- tryggingar frá 1936 var mörkuð sú stefna í tryggingarmálum sem ís- lenskt samfélag býr ennþá að. Sam- kvæmt þeim skyldi Trygg- ingastofnun ríkisins annast slysatryggingar, sjúkratryggingar, elli- og örorkutryggingar og at- vinnuleysistryggingar. Lögin voru mikilvægur áfangi í átt til velferð- arsamfélags. Þau voru viðurkenning löggjafans á félagslegum þörfum í ört vaxandi þéttbýlissamfélagi. Lög- in breyttu réttarstöðu fólks ef og þegar í nauðir rak. Þau fyrirbyggðu hins vegar hvorki atvinnuleysi, slys né örkuml, en gátu dregið úr neyð af völdum slíkra áfalla. Er hægt að læra af liðnum Barátta Á tímabilinu 1931 til 1940 voru fæstir verkamenn og verkakonur í fastri vinnu í langan tíma. Á myndinni ganga Eftir dr. Þorleif Friðriksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.