Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 44
44 Hvað varð um | David Cassidy
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Með hliðsjón af ástandi efnahagsmála vill Húsafriðunarnefnd taka fram eftirfarandi:
Áskorun til sveitarfélaga og arkitekta
Bæta má manngert umhverfi með fleiru en ný-
byggingum einum saman. Í byggingararfi þjóð-
arinnar eru fólgin verðmæti úr fortíðinni, bæði
menningarsöguleg og listræn, sem nýtast vel
menningartengdri ferðaþjónustu. Þá er það
löngu viðurkennt að það sé vitnisburður um
menningarstig hverrar þjóðar, hvernig hún
umgengst byggingararfinn. Með vandaðri húsa-
könnun er lagður grunnur að mati á varðveislu-
gildi einstakra húsa, húsasamstæðna, byggða-
mynsturs, götumynda og hverfa. Þótt mörg
sveitarfélög hafi á undanförnum áratugum látið
kanna varðveislugildi eldri byggðar í því skyni
að auðvelda vinnu við skipulag og ákvarðana-
töku þar að lútandi, eru mörg þéttbýlissvæði
sem enn bíða úrlausnar hvað þetta varðar.
Núgildandi lög um húsafriðun kveða á um að öll
hús, sem reist eru fyrir 1850, skuli vera friðuð.
Verði frumvarp til laga um menningarminjar,
sem menntamálaráðherra ráðgerir að leggja
fyrir Alþingi á næstunni, að lögum, mun friðuðum
húsum fjölga verulega, en í frumvarpinu er gert
ráð fyrir að öll mannvirki, sem byggð voru fyrir
1900, verði friðuð. Af þessum sökum er enn
brýnna en áður að ráðast í gerð húsakannana.
Um leið og Húsafriðunarnefnd skorar á sveitar-
félög og arkitekta að beina sjónum sínum að
þessum málaflokki, tekur nefndin fram:
• Húsafriðunarnefnd hefur látið taka saman
leiðbeiningar um gerð húsakannana og gefið
út á prenti. Ráðgert er að innan tíðar verði
leiðbeiningar þessar í endurskoðaðri útgáfu
aðgengilegar á heimasíðu nefndarinnar.
• Þegar kemur að úthlutun styrkja úr húsa-
friðunarsjóði 2009 mun nefndin láta um-
sóknir um styrki til húsakannana hafa for-
gang og styrkja gerð þeirra eins og framast er
kostur og fjárhagur sjóðsins leyfir.
Húsafriðunarnefnd | sími 570 1300 | husafridun@husafridun.is | husafridun.is
Fyrsta málverkið sem seldist á opn-
unarsýningu Opera-gallerísins í
Dúbaí á dögunum er eftir Óla G. Jó-
hannsson. Seldist það áður en sýn-
ingin var formlega opnuð og var nýtt
hengt upp í staðinn, líkt og tíðkast á
sýningum gallerísins. Við opnunina
seldist það líka.
„Ég er mjög ánægður með þetta en
á sýningunni er þverskurður af því
sem galleríið telur harðast í skúlptúr
og málverki í dag. Ron English á
þarna verk, líka Lita Cabellut og
nokkrir sjóðheitir Kínverjar,“ segir
Óli en aðeins er eitt verk eftir hvern
listamann uppi í einu.
Óli var viðstaddur opnunina og
segir stemninguna hafa verið góða.
„Það mættu um sjö hundruð manns.
Þetta var mikill hvirfilvindur og
íburðurinn mikill. Ég var við opnun í
Mónakó á sínum tíma og það fölnar í
samanburðinum. Ég segi bara eins og
Kristján Jóhannsson sagði eitt sinn í
samtali við mig: Hér glóir allt sem
gull!“
Talandi um Kristján þá er Óli ný-
kominn frá Ítalíu þar sem hann vann
að list sinni í 17. aldar kastala í Val-
policella. „Það er með ólíkindum hvað
Jóhannsson-nafnið er þekkt á Ítalíu
og ég var margoft spurður hvort ég
væri skyldur Kristjáni, jafnvel bróðir
hans. Ekki gat ég gengist við því
enda þótt við séum frá sama bæ og
höfum þekkst í áratugi en þetta bjó
tvímælalaust í haginn fyrir mig.“
Í mörg hús að venda
Óli lét hendur standa fram úr erm-
um á Ítalíu. Öll málverkin sem litu
dagsins ljós eru komin til Opera-
gallerísins í Lundúnum, utan eitt sem
fór til Franciacorta á Ítalíu. „Merk
aðalsætt er þarna með vínekrur og
listasafn og vildi fá eina mynd eftir
mig. Þau hafa líka lýst áhuga á því að
sýna verkin mín, auk þess að bjóða
mér vinnuaðstöðu í þrjá mánuði á
næsta ári. Vel kemur til greina að
þiggja það boð.“
Óli ætti ekki að fara á mis við sól og
hita næstu misserin því hann hefur
fest kaup á íbúð í San Miguel á Spáni
og er að koma sér þar upp vinnuað-
stöðu. Svo er hann auðvitað alltaf
með annan fótinn á Akureyri.
orri@mbl.is
„Þetta var mikill
Huggulegt Hið nýja gallerí Opera-keðjunnar í Dubai.
ÓLI G. JÓHANNSSON SELUR
MÁLVERK SÍN Í DÚBAÍ
E
inu sinni þótti pilturinn
David Cassidy bera af
öðrum. Hann var
snoppufríður og söng
léttfreyðandi popplög
veikri röddu, heldur lágvaxinn og
pervisinn, en kjörinn í draumaheim
unglingsstúlkna.
Pilturinn er ekki orðinn stór og
röddin er enn heldur veik, en hann
er orðinn eldri og áreiðanlega
þroskaðri. Aðdáendur hans hafa
líka elst, en þeir hafa alls ekki
sleppt takinu af draumaprinsi ung-
lingsáranna. David Cassidy hefur
nefnilega enn nóg að gera, ferðast
vítt og breitt um heiminn og treður
upp á tónleikum fyrir fullu húsi
hvar sem hann kemur. Eða svo seg-
ir að minnsta kosti á heimasíðu
kappans. Um síðustu helgi, 14., 15.
og 16. nóvember, gátu áhugasamir
farið á tónleika hans í Glasgow,
Manchester eða London.
Með á nótunum
David Cassidy fylgist með þróun-
inni, þótt þess sjái kannski ekki
stað í tónlist hans. En hann er með
MySpace síðu, eins og allir sem eru
með á nótunum. Þar ávarpar hann
aðdáendur sína:
„Velkomin á opinberu DAVID
CASSIDY MySpace síðuna. Já,
þetta er í raun og veru ég. Eftir að
svo margar aðdáendasíður skutu
upp kollinum hér ákvað ég að tími
væri til kominn að ég stykki sjálfur
fram á völlinn svo aðdáendur mínir
hefðu vettvang til að ræða saman.
Ég reyni að koma hér við eins oft
og ég get og ég þakka hönn-
unarteymi mínu, Sabre Design,
kærlega fyrir að halda ykkur upp-
lýstum um það sem gerist í lífi mínu
og fyrir að hjálpa mér með allt
þetta tölvu-dæmi.“
Þarna kom kappinn upp um sig.
Yngri notendur MySpace þurfa
enga aðstoð hönnunarteymis í
tölvumálum!
Ekkjan og börnin fimm
Áður en lengra er haldið er
ástæða til að rifja upp mesta blóma-
skeið kappans. Hann lék í nokkrum
sjónvarps-
þáttum í
Bandaríkjunum
forðum daga, en sló
svo rækilega í gegn í
þáttunum um Partridge-
fjölskylduna, afskaplega söng-
elska og lagvissa fjölskyldu, sem
var jafnframt léttleikandi hljóm-
sveit. Móður Davids í þáttunum lék
stjúpmóðir hans í raunveruleik-
anum, Shirley Jones. Susan Dey
lék systur hans, en sú leikkona sló
síðar í gegn sem lögfræðingur í
sjónvarpsþáttunum L.A. Law.
Ungur og
vinsæll
að eilífu