Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 46
46 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur H érna í stofunni var tekin upp ein sena í Dagvaktinni,“ segir Guðbjörg Sigurðardóttir þeg- ar ég heimsótti hana. Stofan er sérstök, rétt eins og tíminn hafi látið hana ósnerta. Eftir að hafa skoð- að ýmis málverk þar, m.a. eitt af Guð- björgu á yngri árum býður sú hin sama mér inn í eldhús og yfir kaffibolla ræðum við um efnahagsþrengingar nútímans og aðkomu Guðbjargar að Svörtum englum og íslensku kvikmyndinni Good Heart og ýmsar skemmtilegar endurminningar hús- ráðanda. „Ég kynntist stúlku sem sá um að fá lán- aða íbúðina mína fyrir tökur Dagvakt- arinnar. Í framhaldi af því var mér boðið hlutverk í Svörtum englum, sennilega fyrir tilstilli þessarar stúlku. Þar var ég vegfar- andi sem átt leið framhjá líki sem fannst í fyrsta þætti og allt snerist svo um. Í Good Heart lék ég sjúkling sem var einn á sjúkrahúsi á jólunum og leið afskaplega illa. Sú mynd er gerð af Degi Kára og hef- ur ekki enn verið frumsýnd. Þetta er nú allur leiklistarferillinn í seinni tíð, ég var samt í gamla daga sem stelpa í stúku í tveimur leikritum,“ segir Guðbjörg. Hún sýpur á kaffibollanum og segist hafa verið heppin á ýmsum sviðum í lífinu. „Það hefur komið sér vel að ég lærði af mömmu að nýta hluti vel og vera aðsjál í peningamálum, ég hef alltaf verið nægju- söm og heldur safnað peningum inn á bæk- ur en eyða þeim í óhóf. Þetta kemur sér vel núna, eins og ástandið er í samfélaginu. En samt hef ég eins og mamma leyft mér að gera ýmislegt sem mér hefur fundist skemmtilegt,“ segir Guðbjörg. Sem dæmi um heppni sína nefnir hún starf sem hún fékk hjá Pfaff á Skólavörðu- stígnum. „Systir mín hafði unnið þar áður en hún gifti sig. Þá tíðkaðist ekki að stúlkur ynnu utan heimilis eftir giftingu svo ég fékk hennar starf. Ég var bara 19 ára og var mjög ánægð með þetta starf,“ segir Guð- björg. „Það voru gjaldeyrishöft á þessum tíma og eigandi Pfaff átti erfitt með að fá leyfi til innflutnings á þessum frægu þýsku saumavélum. Það var líka vöruskortur í hinum vestræna heimi, það voru afleið- ingar stríðsins. Ég man vel þegar hermennirnir bresku komu til Íslands. Ég fór uppáklædd með pabba niður á höfn til að sjá skip þeirra og umsvif. Við komu hermannanna breyttist allt. Það var byggður kampur á Skóla- vörðuholtinu og það varð mikið að gera hjá pabba og öllum raunar. Atvinnuleysið hvarf og allt var á fullu blússi í þjóðlífinu. Eftir að hermennirnir fóru komu Íslend- ingar og settust að í bröggunum. Húsnæð- isleysið var svo mikið á þessum árum og allt var meira og minna skammtað. Mamma vildi ekki að ég væri með krökk- unum sem bjuggu í bröggunum og ég hlýddi því að mestu. Nokkru eftir að ég fór að vinna í Pfaff fékk eigandinn leyfi til að flytja inn hinar þýsku saumavélar sem ekki höfðu verið til. Hins vegar var ýmislegt annað selt, eig- inlega allt sem hægt var að fá og gjald- eyrir fékkst til að kaupa. Ég man að það voru til tékkneskar saumavélar og eigand- inn pantaði líka ýmis verkfæri, t.d. sparslspaða. Einu sinni komu inn ung og glæsileg hjón og spurðu um þessa spaða. Ég hélt að þau ætluðu að fara að mála en svo var ekki. Þau ætluðu að nota sparslsp- aðann sem kökuspaða og keyptu einn slík- an hlæjandi. Þegar innflutningsleyfi Pfaff-saumavél- anna var fengið spurði eigandinn mig hvort ég væri til í að fara til Þýskalands til þess að læra á saumavélarnar svo ég gæti kennt þeim sem keyptu þær af honum. Ég hélt það nú og svo útbjó hann ferðaáætlun fyrir mig. Mamma hafði áhyggjur af að ég færi ein en sjálf var ég allsendis óhrædd. Fólk var undrandi á kjarki mínum, meira að segja ferðaskrifstofueigandinn. „Sá myndarlegi“ kom til sögu Ég fór út með Gullfossi og hafði í far- teskinu morgunslopp sem ég hafði saumað Sé ekki eftir neinu Hún þekkir tímana tvenna hún Guðbjörg Sigurðardóttir sem leikur m.a. smáhlutverk í Svörtum englum og íslensku kvikmyndinni Good Heart eftir Dag Kára. Hún lærði að lifa spart og stundaði lána- starfsemi á árum áður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Málverk Þessa mynd af Guðbjörgu Sigurð- ardóttur málaði Ásgeir Bjarnþórsson list- málari 1970. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glæsileg Guðbjörg Sigurðardóttir í garðinum við húsið við Njálsgötu þar sem hún á efri hæðina. Guðbjörg Sigurðardóttir fæddist 5. ágúst1932 á Baldursgötu 23 í Reykjavík íhúsi sem að sögn Guðbjargar var byggt að tilhlutan Jóns Þorlákssonar borgarstjóra. „Þetta eru hús í burstabæjarstíl, við bjuggum niðri en efri hæðin var jafnan leigð. Það var auð- vitað heimskreppa þá og húsnæðisleysi, en ég man ekki eftir neinum þrengingum. Við höfðum það gott. Pabbi var vegaverkstjóri og ég var yngst fjögurra systkina og í eftirlæti, ekki síst hjá pabba,“ segir Guðbjörg. Hún kveður foreldra sína hafa kynnst í Reykja- vík þegar mamma hennar leigði með systur sinni herbergi á Skólavörðustíg. „Mamma giftist pabba sem var tíu árum eldri en hún, þau voru trúlofuð í fimm ár þangað til þau voru búin að koma sér upp húsnæði. Systir hennar giftist manni hins vegar sem var tíu ár- um yngri en hún, þau voru með sveitabúskap í Fossvoginum. Bæði hjónaböndin gengu vel, ég man að mamma tók jafnan leigubíl til systur sinnar og hún tók líka leigubíla á Þingvöll ef hana langaði þangað, við áttum ekki bíl en svona leysti mamma þetta,“ segir Guðbjörg. „Heimili foreldra minna var mjög formfast. Mamma gekk alltaf í íslenskum búningi þegar hún klæddi sig upp á, sem mér fannst dálítið gamaldags, og það var mikill gestagangur í eld- húsinu. Hún átti ýmsar vinkonur, m.a. tengda- móður Sigurbjörns heitins biskups. Hún var gift sótara sem fór mjög snemma á fætur og það gerði hún líka manni sínum til samlætis. Mér er minnisstætt að hún var oft syfjuð þegar hún fékk sér molasopa hjá mömmu. Ég lék mér við börn fólks sem hafði það fremur gott. Ég man að það bjó fremur fátæk fjölskylda í nágrenni við okkar, börnin þar voru tólf og öll óskírð – þangað til elstu börnin voru fermd, þá var öll strollan skírð. Þetta þótti sérstakt. Mamma hvatti mig ekki til að vera með þessum krökkum, mig minn- ir að hún hafi haft áhyggjur af að ég fengi lús en hún var algeng hjá fólki sem ekki hafði góða að- stöðu til að þrífa sig. Ég man að þessi fátæku systkini áttu ekki föt til skiptanna, þau þurftu að vera í rúminu þegar fötin þeirra voru þvegin. Ég var aftur á móti ágætlega sett, var látin læra á píanó og átti falleg föt og hvaðeina. Mamma saumaði á mig. Hún var saumakona og hafði gengið í hús til að sauma áður en hún gifti sig. Hún saumaði flestallt á okkur systkinin og sjálfa sig og var mjög flink og sérlega hagsýn. Ég gekk í Austurbæjarskólann og eftir nám þar fór ég í Kvennaskólann. Það þótti góð menntun fyrir stúlkur þá. Ég sá reyndar mjög mikið eftir því að hafa farið í þann skóla þegar vinkonur mínar voru að tala um stráka sem þær kynntust í Menntaskólanum í Reykjavík eða í Versl- unarskólanum. Ég þekkti aftur á móti fáa stráka, sá bara ýmsa á rúntinum, ég gekk oft rúntinn á kvöldin með vinkonum mínum um helgar.“ Eftirlætisbarn Ég og vinkonamín vorum áferðalagi um Írland. Það var ákveðið að ferða- félagarnir færu út að skemmta sér eitt kvöldið. Við ákváðum þess vegna að fara á hár- greiðslustofu til þess að líta vel út,“ segir Guðbjörg Sig- urðardóttir. „Þegar við vinkonurnar, æði fínar, vorum á leið heim að hótelinu eftir að hafa verið í hár- greiðslunni þá byrjaði að hellirigna. Ég sagði við vinkonu mína: „Mikið vildi ég óska að við værum með regnhlíf!“ Ég hafði varla sleppt orðinu þegar ég kom auga á regnhlíf við fætur okkar. Við urðum alveg orðlausar, tókum svo regnhlífina og spenntum hana upp og kom- umst með óskemmda hárgreiðsluna á hótelið. Það eru liðin mörg ár síðan ég fann þessa blessuðu regnhlíf og hún er orðin úr sér geng- in og hefur sannarlega lifað sitt fegursta, en ég hef ekki haft geð í mér til að henda henni, heldur liggur hún hjá mér sem einskonar minjagripur. En hún var glæný þegar ég fann hana.“ Ótrúleg saga af regnhlíf Regnhlífin Þessa regnhlíf fann Guðbjörg í Dublin þegar mest á reið og mik- ið rigndi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.