Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.11.2008, Blaðsíða 49
Bókarkafli 49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 L ögreglumaðurinn, rokkdansarinn og besti vinur Bobby Fischer, Sæ- mundur Pálsson, er nú kominn á bók. Ingólfur Margeirsson rithöf- undur hefur skrifað sögu Sæma. Í bókinni, sem heitir Sæmi rokk, Lífsdans Sæmundar Pálssonar, er farið yfir ævi Sæ- mundar og margar skemmtilegar sögur raktar. Sæmundur var löngu landsþekktur rokk- dansari þegar hann gekk til liðs við lögregl- una. Hæfni hans á dansgólfinu kom honum þar til góða. Í einum kafla bókarinnar, sem heitir Löggurokkarinn með neftóbaks- punginn, segir af slíku: Oftar en einu sinni lenti Sæmundur í því að leysa snúin mál með mýkri og talsvert frjálslegri hætti en algengt taldist. Eitt sinn var hópur lögreglumanna kallaður að húsi við Rauðalæk. Þar var verið að halda fertugsafmæli en nú var svo komið að allt logaði í slags- málum innandyra. Útlit var fyrir að blóðug átök biðu lögreglumanna við að koma þeim óðustu í járn. Félagi Sæmundar neitaði að hreyfa sig úr lögreglubílnum fyrr en liðs- auki bærist. Hann kallaði því í talstöðina eftir frekari hjálp og mannskap. Sæmundur segir frá: „Ég sagði félaga mínum að bíða í bílnum. Svo fór ég og bankaði upp á. Mér var strax hleypt inn. Ég gekk til stofu þar sem lætin voru sem verst. Ég tók upp flautuna mína og blístraði hátt svo að allir hrukku við. Svo sagði ég hátt og greinilega að húsið væri umkringt lögreglumönnum og best væri að hætta þessum látum. Menn hættu að slást í skyndi og eftir stutta stund var hægt að sætta menn. Við yfirgáfum afmælisboðið. Málið var leyst á staðnum.“ Sæmi kann aðra sögu: „Einhvern tím- ann kannaðist einhver við mig í stjórnlausri veislu og spurði hvort ég væri kominn til að dansa? Ég greip tækifærið og sagði að það væri allt í lagi ef menn yrðu rólegir og settust þegjandi í stóla. Það gerðu menn. Síðan var sett á rokkplata og ég tók sporið. Ég passaði mig á að dansa ekki af fullum krafti því ég vissi að ég fengi orð í eyra fyrir það. Við dans- sýninguna róuðust menn svo mikið að ég gat kvatt brosandi og sallarólegan mann- skapinn. En ég hef aldrei heyrt um neinn annan lögregluþjón sem dansaði niður ólæti.“ Dansinn var ekki eina sálfræðibrella Sæ- mundar: „Ég bauð oft ofstopamönnum í nef- ið. Stundum var pungurinn orðinn tómur. En ég bauð mönnum samt og þeir þáðu tómið. Og róuðust oftast fyrir bragðið og urðu hinir ljúfustu í umgengni. Ég sagði líka stundum við þá að pungurinn minn væri tómur eða að ég hefði gleymt honum heima; hvort þeir ættu ekki í nefið? Stund- um áttu þeir það, stundum ekki. Þá mynd- aðist næði fyrir rólegri vangaveltur og spjall sem skakkaði leikinn án átaka og sló á æsinginn. Það þarf ekki alltaf krafta til að róa menn niður.“ Bókin um Sæma rokk er gefin út af Bókaútgáfunni Æskunni ehf./Almennu út- gáfunni. Dansaði niður ólæti Lögreglumaðurinn, rokk- dansarinn og besti vinur Bobby Fischer, Sæmundur Pálsson, er nú kominn á bók. Ingólfur Margeirsson rithöf- undur hefur skrifað sögu Sæma. Í bókinni, sem heitir Sæmi rokk, Lífsdans Sæ- mundar Pálssonar, er farið yfir ævi Sæmundar og margar skemmtilegar sögur raktar. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Rokk og ról Sæmundur Pálsson, eða Sæmi Rokk, í sveiflu í Silfurtunglinu um 1960. Lýstu upp skammdegið með góðri hugmynd á Vetrarhátíð Vetrarhátíð í Reykjavík verður haldin dagana 13. – 14. febrúar 2009. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að gæða borgina fjölbreyttu og leikandi lífi til að senda inn hugmyndir og tillögur að dagskráratriðum fyrir Vetrarhátíð 2009. Hugmyndir sendist á Höfuðborgarstofu, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar veita Guðríður Inga Ingólfsdóttir og Skúli Gautason gudridur.inga.ingolfsdottir@reykjavik.is, skuli.gautason@reykjavik.is www.vetrarhatid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.