Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 53
Umræðan 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Stangarhyl 5, sími 567 0765
Ítarlegar upplýsingar um
eignirnar á www.motas.is
Skipalón 16-20 á Hvaleyrarholti
2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir
á frábærum stað.
www.motas.is
Sími 565 5522 | www.fasteignastofan.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
O
T
41
95
0
04
.2
00
8
Söluaðili:
> Glæsilegar íbúðir, fyrir 50 ára og eldri, í Hafnarfirði
Hvaleyrarholti
Sölusýning í dag
kl. 14:00 – 16:00
Skipalón
• Tvennar svalir, bæði út úr eldhúsi og stofu.
Ótrúlegt útsýni.
• Stórar stofur.Tvö baðherbergi, baðherbergi
inn af hjónaherbergi.
• Amerískur ísskápur, kvörn í vaski og
uppþvottavél fylgja.
• Granít á borðum og sólbekkjum.
• Arinn og 2 stæði í bílageymslu með stærstu
íbúðunum.
• 80 m2 salur í sameign fylgir (afmæli og
minniháttar tilefni).
• Þvottastæði í bílageymslu.
• Golfvöllur í göngufæri.
Verðdæmi:
• 2ja herb. m/ bílskýli
frá 18.500.000 kr.
• 3ja herb. m/ bílskýli
frá 24.500.000 kr.
• 4ra herb. m/ bílskýli
frá 29.000.000 kr.
BÚTAN er sjálf-
stætt konungsríki með
um 600 þúsund íbúa í
suðurhlíðum Himala-
yafjalla. Landið er á
stærð við Sviss og á
landamæri að Tíbet
(Kína) í norðri en er að öðru leyti
umlukt Indlandi. Bútan hefur aldr-
ei verið nýlenda neins ríkis og þar
hefur sama konungsættin ráðið
ríkjum síðan 1907.
Sem einvaldur konungur hefur
nú ríkt þar í 36 ár hans hátign
Jigme Dorji Wangchuck. Hann á
fjórar eiginkonur, allar systur, og
10 börn. Krónprinsinn Jigme
Khesar Namgyel Wangchuck var
krýndur konungur nú 6. nóvember
þegar faðir hans dregur sig í hlé.
Verður þá kátt í höllinni og standa
aðalhátíðahöldin yfir í þrjá daga.
Krónprinsinn hefur hlotið háskóla-
menntun bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum, er 28 ára og
ókvæntur enn sem komið er. Hefur
hann á síðustu tveimur árum þegar
tekið við helstu embættisstörfum
föður síns þótt formleg krýning
fari ekki fram fyrr en nú, en dag-
setning krýningarinnar var valin af
æðstu munkum landsins með
trúarlegu tilliti.
Bútan er eitt af fátækustu lönd-
um heims mælt í peningum sem
heildarþjóðarframleiðsla á hvern
íbúa en eitt af auðugustu löndum
heims mælt á hamingjuvogina.
Bútanar eru ein hamingjusamasta
þjóð veraldar og hafa þeir alla tíð
lifað í sátt og samlyndi við guð
sinn, landið og náttúruna. Bútan
hefur alveg fram á síðustu ár verið
því sem næst lokað land og þjóðin
hefur lifað í friði við sjálfsþurft-
arbúskap og trúariðkun gegnum
aldirnar. Trúarbrögðin og iðkun
þeirra eru að mörgu leyti sambæri-
leg í Bútan og Tíbet, búddatrú er
alls ráðandi og þúsundir búdda-
munka má sjá hvarvetna í klaustr-
um, bæjum og þorpum. Þjófnaðir,
ofbeldi og aðrir glæpir eru nær
óþekktir í Bútan því búddatrú boð-
ar endurholdgun í ýmsum lífs-
myndum og býður mönnum því að
gera engri lifandi veru mein,
hvorki mönnum né dýrum.
Ennþá er ýmsum vandkvæðum
bundið að heimsækja Bútan. Ein-
ungis er leyft að koma þangað
flugleiðis með bútanska flugfélag-
inu DRUKAIR frá Delhi eða
Bangkok. Erlendir ferðamenn
verða að fá vegabréfsáritun áður
en þeir koma til Bútans, greiða 200
Bandaríkjadali á dag fyrirfram fyr-
ir fæði, gistingu og kynnisferðir í
14 daga og er síðan gert að yf-
irgefa landið. Árið 2000 komu inn-
an við tvö þúsund ferðamenn til
Bútans og árið 2005 var fjöldinn
kominn í fimm þúsund. Ennþá er
fjöldi ferðamanna til Bútans innan
við tíu þúsund árlega og fer ein-
ungis hægt fjölgandi því ráðamenn
landsins vilja fara varlega í að
opna landið fyrir útlendingum með
öllu því sem því fylgir, til góðs eða
ills. Hótelum og góðum gistirýmum
fer smám saman fjölgandi, matur
er góður og læknisþjónusta er fá-
anleg.
Konungurinn sem nú segir af
sér er dáður og elskaður af þjóð-
inni. Honum er treyst og lands-
menn telja hann alveg einfæran
um að sjá um hag þeirra og velferð
og vildu helst ekkert hafa með lýð-
ræði, kosningar og slík fyrirbrigði
að gera. En þegar konungurinn
ákvað að nú skyldi Bútan verða
lýðræðisríki, þingbundið konungs-
ríki í líkingu við konungsríki Evr-
ópu, þá hlýddu þegnarnir einvaldi
sínum þótt tregir væru. Fyrstu
þingkosningarnar í sögu Bútans
fóru svo fram um síðustu áramót
og þingið tók svo til starfa fyrri
hluta ársins í ár. Til
þess að kynna lands-
mönnum þetta fyr-
irbrigði sem frjálsar
kosningar eru, þá voru
í fyrra haldnar „gervi-
kosningar“ með
ímynduðum fjórum
stjórnmálaflokkum og
var kosið í öllu landinu
í júní 2007. Þetta var
eins konar æfing sem
gekk vel og þegar svo
alvöru kosningarnar
voru haldnar sex mán-
uðum seinna gekk allt eins og í
sögu. Kosningarnar voru algerlega
frjálsar, allir gátu neytt atkvæð-
isréttar síns og ekkert fór úrskeiðis
eins og svo oft vill verða jafnvel í
þróuðum lýðræðisríkjum.
Bútan er hægt og sígandi að
taka sinn sess í samfélagi þjóða
heims svo sem í Sameinuðu þjóð-
unum og Alþjóðlegu flugmálastofn-
uninni, ICAO. Í Bútan er einungis
einn flugvöllur með einni flugbraut
í bænum Paro um 50 km frá höf-
uðborginni Thimphu. Aðstæður til
flugs eru erfiðar í hrikalegum hlíð-
um Himalayafjalla og fátt um lend-
ingarstaði fyrir flugvélar. Sænska
þróunarhjálpin SIDA hefur veitt
Bútan þróunaraðstoð til þess að
bæta öryggi og flugsamgöngur og
hefur undirritaður starfað á vegum
SIDA að uppbyggingu flugörygg-
ismála í Bútan síðustu tvö árin. Sér
nú brátt fyrir endann á því og von-
ir standa til að allar aðstæður til
flugs batni og flugumferð til lands-
ins og frá því geti aukist til hags-
bóta fyrir land og þjóð.
Í Bútan eru litlar náttúru-
auðlindir en á sama hátt og á Ís-
landi eru vatnsföll stór og miklir
möguleikar á að virkja þau. Nú
þegar eru nokkrar virkjanir í land-
inu, samanlagt á stærð við virkj-
anirnar í Þjórsá. Indverjar hafa
byggt þessar virkjanir fyrir Bútana
og kaupa svo af þeim rafmagnið.
Hugsanlega geta Íslendingar með
alla sína sérþekkingu á þessu sviði
komið að virkjanamálum í Bútan
sem þróunar- eða útrásarverkefni.
Bútan er eitt af síðustu ríkjum
heims með háþróaða eigin menn-
ingu sem ennþá hefur ekki stigið
skrefið inn í nútímann til fulls, eins
konar Shangri La í viðsjárverðum
heimi. Get ég mælt með heimsókn
til Bútans fyrir alla, unga sem
aldna, það er einstök upplifun.
Konungskrýning í Bútan
Grétar H. Ósk-
arsson segir frá
smáríkinu Bútan í
Himalayafjöllum er
þar verður krýndur
nýr konungur á
morgun
» Sem einvaldur
konungur hefur nú
ríkt þar í 36 ár hans
hátign Jigme Dorji
Wangchuck. Hann á
fjórar eiginkonur, allar
systur, og 10 börn.
Grétar H. Óskarsson
Höfundur er verkfræðingur.