Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 57

Morgunblaðið - 23.11.2008, Side 57
Minningar 57 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Okkar ástkæra SIGRÍÐUR ÁSTA ÁRMANNSDÓTTIR, Akranesi, lést á dvalarheimilinu Höfða Akranesi, þriðjudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 25. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Guðjón Elíasson, Vigdís Eyjólfsdóttir, Gunnhildur Elíasdóttir, Sigríður Ásta Guðjónsdóttir, Hinrik Jóhannsson, Jóhann Hinriksson, Katrín Kjartansdóttir Arndal, Ólafur Jónsson, Eyrún Guðjónsdóttir, Elías Jón Guðjónsson, Guðrún Svava Guðjónsdóttir, Ragnar Örn Steinarsson og fjölskylda. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengda- móðir og amma, THEODÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR, Kirkjusandi 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 17. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. nóvember kl. 13.00. Þorleifur Kristinn Valdimarsson, Þórður Þorgeirsson, Helga Dís Hálfdánardóttir, Daníel Ben Þorgeirsson, Agnes Linda Þorgeirsdóttir, Matthías Karl Þórisson, María Kristín Þorleifsdóttir, Sigurður Jóhann Finnsson, Hafdís Þorleifsdóttir, Haukur Ingi Jónsson, Esther Ósk Estherardóttir, Guðjón Ingi Hafliðason og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra ERLA S. EIRÍKSDÓTTIR sjúkraliði, Nóatúni 30, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 11. nóvember, var kvödd í kyrrþey miðvikudaginn 19. nóvember frá Fossvogskapellu. Fyrir hönd aðstandenda, Gústaf Sæmundsson, Edda Snorradóttir. ✝ Sverrir Sig-urjónsson fædd- ist á Molastöðum í Fljótum 5. júní 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi, laugardaginn 8. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar Sverris voru Sigurjón Jó- hannes Kristjánsson frá Steinsstöðum í Öxnadal, f. 23.6. 1896, d. 1.4. 1930 og Anna Jónsdóttir, Torfhóli í Ós- landshlíð, f. 3.4. 1897, d. 31.5. 1988. Systkini Sverris voru: Rafn, fæddur 7.6. 1923 og lést hann um tvítugt; Ásta, Jón og Sigurjón sem létust öll á fyrsta ári. Fósturfaðir Sverris, seinni maður Önnu Jóns- dóttur, var Guðmundur Jónsson Börn Sverris og Sigurlaugar eru þrjú, Anna Soffía, gift Val- geiri Kristjáni Einarssyni, þau eiga fimm börn og fimm barna- börn; Rafn, var giftur Heiðrúnu Björnsdóttir, þau eiga fjögur börn og fjögur barnabörn; Áslaug, gift Sigurði Úlfari Kristjánssyni, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. Sverrir og Sigurlaug bjuggu fyrst á Akranesi þar sem öll börn- in fæddust. Þar vann hann fyrst við keyrslu langferðabíla. Hann fór fljótlega út í verslunarrekstur og vann við það mestalla sína starfsævi. Skemman á Akranesi var hans fyrsta verslun, síðan flytja þau til Ólafsvíkur og voru með verslun þar. Leiðin lá síðan í Borganes og á Reykjavíkursvæðið árið 1968. Þá rak hann fyrst verslun á Laugateig og síðan á Grensásvegi. Sverrir og Sig- urlaug bjuggu í Kópavogi frá árinu 1972. Útför Sverris fór fram í kyrr- þey frá Kapellunni í Hafnarfjarð- arkirkjugarði þann 14. nóvember síðastliðinn. frá Fossvöllum í Jök- ulsárhlíð, f. 1.8. 1899, d. 1979. Synir Guðmundar voru: Sveinn, f. 25.11. 1922, d. 13.10. 1995; Jón Víkingur, f. 29.5. 1924, d. 11.1. 2006 og Vignir, f. 6.10. 1926, d. 1974. Einnig áttu Anna og Guðmundur eina fósturdóttir, Rósu Leósdóttir. Sverrir giftist Sig- urlaugu Soff- aníasdóttur (Löllu) 10. júní 1950, f. 12.10. 1928, d. 30.9. 1995. For- eldrar Sigurlaugar voru Soffanías Guðmundsson, f. 18.1. 1899 á Skerðingsstöðum í Hvammssveit, Dalasýslu, d. 19.10. 1994 og Anna Magnúsdóttir, f. 8.12. 1900 á Ið- unnarstöðum í Lundarreykjardal, d. 4.7. 1970. Elsku pabbi, þá er þessu lokið. Þessu lífi sem þér fannst orðið alveg nógu langt, orðinn þreyttur og vildir hvíld og frið. Ég get þess vegna bara glaðst yfir því að þú sért kominn til mömmu og farinn að geta hreyft þig almenni- lega. Það er bara svo skrítið að þú sér horfinn og minningarnar eru svo margar og miklar. Ég lofaði þér að sleppa lofræðu um þig í blöðum og við það stend ég. Bara takk fyrir allt, elsku pabbi minn, og hafðu það gott. Fjölskyldan vill þakka starfsfólki Sunnuhlíðar sem annaðist pabba undanfarin ár fyrir alla þess hlýju og þolinmæði. Þið vinnið gott starf. Áslaug. Elsku afi, nú fékkstu loks hvíldina löngu sem þú varst farinn að bíða eftir. Nú ertu kominn til ömmu Löllu og ert laus við hjólastólinn. Ef það eru bílar í himnaríki ertu örugglega akandi á þeim flottasta, enda mikill bílaáhugamaður. Ég á eftir að sakna þess að kíkja í heimsókn til þín með hann Daníel minn. Það var svo gam- an að sjá hvað það glaðnaði yfir þér þegar hann kom í heimsókn og alltaf áttirðu til rúsínur til að gefa honum. Ég á líka eftir að sakna þess að hlusta á sögurnar þínar frá því þú varst yngri. Söguna um köttinn sem tók hvolpinn að sér og margar aðrar skemmtilegar sögur. Ég mun alltaf muna ráð þín í umferðinni: að passa að vera ekki stíf í öxlunum og ef ég sé kind á þjóðveginum þá er betra að hún meiðist en ég. Takk fyrir allar minningarnar, elsku afi minn. Margrét Hlín. Elsku afi, við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Einar Sverrir og Svanhvít. Sverrir Sigurjónsson Við fráfall Sigurðar Helgasonar fyrrverandi deildarstjóra í menntamálaráðuneyti viljum við minnast hans með nokkrum orðum. Sigurður kom ótrúlega víða við á langri starfsævi, en fræðslumál og íþróttir voru þó jafnan þungamiðjan í daglegri önn, kennsla, skólastjórn, þjálfun og ráðuneytisstörf; ræktun lands og lýðs var honum hugleikin. Í Sigurður Helgason ✝ Sigurður Helga-son fæddist á Kletti í Reykholts- dal í Borgarfjarð- arsýslu 2. mars 1930. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 23. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 3. nóvember. störfum sínum í ráðu- neytinu kom vel fram drenglyndi hans og geðprýði. Viðfangsefni hans voru lengst af samskipti við kennara landsins. Þar kom vel í ljós hversu veitandi hann var og úrræða- góður. Hann var víð- sýnn og góðgjarn, þekkti fólk um allt land, snjall sáttasemj- ari, fljótur að greina hafra frá sauðum og orð hans stóðu. Hann var einstaklega ráðagóður og við vit- um að margir báru undir hann úr- lausnarefni þar sem eitt og annað ork- aði tvímælis þá gert var og gengu aldrei bónleiðir af fundi hans. Stund- um mátti hann sæta ámæli vegna nauðsynlegra ákvarðana en engin dæmi kunnum við þess að hann erfði hita augnabliksins við þá sem hlut áttu að máli. Miklu fremur að hann gerði þeim stórgreiða við fyrsta tæki- færi. Hann var trúr embættismaður og farsæll og naut óskoraðs trausts ráðherra, skólastjóra og kennara. Sigurður var einstaklega skemmti- legur samstarfsmaður og jafnan var stutt í glettni og hlátur. Minnumst við margra gleðistunda þar sem hann leiddi okkur í söng og gleði. Eftir að Sigurður hætti störfum heilsaði hann oft upp á gömlu vinnufélagana, sér- staklega fyrstu árin. Nutum við góðs af því að Soffía eiginkona Sigurðar hefur gegnt starfi í ráðuneytinu og leit hann reglulega við þegar hann kom til þess að sækja hana eftir vinnu. Í seinni tíð varð því miður lengra á milli slíkra heimsókna. Sigurður skilur eftir sig hlýjar minningar, fyrirmynd og góð ráð okk- ur til handa sem höldum starfinu áfram. Að leiðarlokum viljum við þakka fyrir hollráð og ánægjuleg samskipti. Ástvinum hans öllum sendum við samúðarkveðju. Samstarfsfólk í mennta- málaráðuneyti. Mamma, þú byrjaðir þitt lífsferðalag fyrir meira en 79 árum og ég slóst í för með þér fyrir yfir 59 árum og þvílíkt ferðalag sem þetta hefur verið. Þú byrjaðir ferðalagið á Akur- eyri hinn 27. febrúar 1929. Sextán ára að aldri hélstu til Reykjavíkur og ég bættist í hópinn 1949. Við kynntumst Reykjavík og ég varð líka aðnjótandi þeirrar yndislegu reynslu að eyða sumrum í Skálanesi, þökk sé þér. Við bjuggum í Keflavík í nokkur ár Kristín Jónsdóttir Swan ✝ Kristín Jóns-dóttir Swan fæddist á Akureyri 27. febrúar 1929. Hún lést á dval- arheimilinu Hlíð 28. september síðastlið- inn. Kristín var jarð- sungin frá Höfða- kapellu á Akureyri í kyrrþey. og sumarið 1958 fékk ég það yndislega tæki- færi að eyða nokkrum vikum með afa á Akur- eyri, þangað til í ágúst það sama ár, þegar okkar stærsta ferðalag byrjaði. Við fórum frá Íslandi til að hefja nýtt líf í Bandaríkjunum, en vá, þvílíka ferðin. Í fyrstu bjuggum við í Texas í nokkur ár og fluttum svo á San Francisco-flóasvæðið í Kaliforníu árið 1962. Þú varðst ástfangin af Kaliforníu og það var dásamlegt fyrir mig að alast þar upp. Ég veit að þú hafðir alltaf áhyggjur af því að ég tapaði tengslum við hinar íslensku rætur mínar en mamma, svo var ekki. Við áttum mjög góða, en líka mjög erfiða tíma í gegnum árin. Þú hættir aldrei að elska undur allra og alls í kringum þig. Ég veit, að þú veist, hversu mikils virði mér voru bréfin, sem þú skrif- aðir mér á meðan ég var í Víetnam. Þú efaðist aldrei um að allt færi vel og það gerði það. Mamma, ástin sem þú barst til mín, Jóns og Katrínar minnkaði aldrei og þegar sonardætur þínar fæddust var ást þín allt um kring. Þú gerðir alltaf allt sem í þínu valdi stóð, til þess að sjá til þess, að við hefðum öll það sem við þurftum. Þú fluttist aftur til Akureyrar eftir að David lést og ég saknaði þín svo. Ég verð að segja að ég varðveiti tím- ana sem við áttum saman þegar ég heimsótti þig á Akureyri og við elsk- uðum samverustundirnar sem við átt- um þegar þú heimsóttir okkur í Kali- forníu. Þú hefur háð hetjulega baráttu undanfarin ár og þó að þú hafir ekki lengur getað háð hana máttu vita að þú ert elskuð og þín sárt saknað. Ég veit í hjarta mínu að þú ert á mjög fal- legum og friðsælum stað núna. Ég elska þig og sakna þín. Ég verð alltaf litli strákurinn þinn. Guðmundur Þorberg (Gummi).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.