Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 63
Auðlesið efni 63
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008
Í upphafi vikunnar náðist
samkomulag við
Evrópu-sambands-ríki um
viðmið fyrir frekari
samninga-viðræður varðandi
deiluna um Icesave-reikninga
Lands-bankans í Bretlandi og
Hollandi.
Í samkomu-laginu felst
ekki að Íslendingar geti ekki
stefnt breskum stjórn-völdum
vegna beitingar
hryðjuverka-laga.
Samkomu-lagið felur í sér
að íslensk stjórn-völd
ábyrgjast lágmarks-tryggingu
þá sem reglur Evrópska
efnahags-svæðisins mæla
fyrir um til inn-stæðu-eigenda
í úti-búum bankanna
erlendis.
Endan-legur kostnaður
ríkissjóðs vegna
samkomu-lagsins ræðst af
því hversu hátt eignir
Lands-bankans verða
metnar. Geir H. Haarde
forsætis-ráðherra og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
kynntu samkomulagið.
Leyst úr Icesave-hnút?
Morgunblaðið/Golli
Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde kynntu samkomulagið um Icesave-reikningana.
Geir H. Haarde
forsætis-ráðherra er þeirrar
skoðunar að sam-eining
Fjármála-eftirlitsins og
Seðla-banka Íslands sé
góður kostur. Lúðvík
Bergvinsson, for-maður
þing-flokks
Sam-fylkingarinnar, deilir
þessari skoðun með
forsætis-ráðherra.
Síðast-liðinn þriðju-dag
fundaði þing-flokkur
Samfylkingarinnar tvisvar og
var þá rætt um orð Davíðs
Oddssonar, for-manns
banka-stjórnar
Seðla-bankans, á fundi
viðskipta-ráðs sama dag. Þar
sagði Davíð að ekki hefði
verið hlustað á
við-vörunar-orð sínum um
slæma stöðu bankanna.
Hann kvaðst jafn-framt hafa
greint ráð-herrum frá
áhyggjum Breta strax í
febrúar.
Til stendur að setja
íslensku krónuna á flot að
nýju eftir að lán frá
Alþjóða-gjaldeyris-sjóðnum
hefur verið veitt. Lúðvík vill að
sameining FME og
Seðlabanka verði gengin í
gegn áður en krónan verður
látin fljóta.
Rætt
um sam-
einingu
Troð-fullt var á Nasa sl.
mánu-dag þegar haldinn var
þar opinn borgara-fundur um
ástandið í þjóð-félaginu.
Fundar-gestir sögðu hann
hafa verið stórkost-legan og
mikil sam-heldni var í salnum.
„Ég held að fjölmiðla-menn
geti lært mikið af fundinum ef
þeir líta í eigin barm,“ sagði
Gunnar Sigurðsson,
leik-stjóri, einn
fundar-boðenda. Full-trúar
fjöl-miðla sátu í pall-borði að
loknum ávörpum
frum-mælenda.
Gunnar sagði að mjög
gaman hefði verið að heyra í
fólkinu. „Við erum ákveðin í
að næsti fundur verði í
Háskóla-bíói og þá krefjumst
við þess að ríkis-stjórn
Íslands mæti. Fólkið vill tala
við hana milliliðalaust.“
Einn ræðu-manna líkti
ástandinu í þjóð-félaginu við
rútu sem ekið hefði verið á
ofsa-hraða út í skurð. Síðan
þegar sjúkra-bíllinn kom var
enginn annar en hinn fífl-djarfi
rútu-bílstjóri undir stýri.
Fullt á
borgara-
fundi
Flest inn-flutnings-fyrirtæki á
Íslandi eru með lán í
japönskum jenum og
sviss-neskum frönkum. Þessi
lán hafa hækkað um 150% á
einu ári. Skuldir þessara
fyrir-tækja verða hærri en
eigið fé þeirra í árs-lok ef
gengis-vísi-tala krónunnar fer
ekki að jafna sig. Hún var í
vikulok 230-240 stig.
Geir H. Haarde
forsætis-ráðherra hefur sagt
að krónan verði sett á flot á
allra næstu dögum. Með því
myndast verð hennar á
frjálsum markaði og má
búast við að gengið lækki þá
mikið. Þá versnar staða
þeirra sem eru með erlend
lán og margir óttast gjald-þrot
fyrir-tækja í stórum stíl.
Margir
óttast
gjaldþrot Alþjóða-gjaldeyris-sjóðurinn
(IMF) samþykkti á
miðviku-dag að veita
Íslendingum 2,1 milljarð að
láni. Nokkrar aðrar þjóðir
munu jafn-framt lána
Íslendingum allt að 3
milljarða.
Lánið er mikil-vægt skref í
átt til upp-byggingar á öllum
sviðum efna-hags-lífsins, að
mati Geirs H. Haarde
forsætis-ráðherra.
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir segir að lánið sé
grunnur að nauð-syn-legum
trú-verðug-leika til að
endur-reisa ábyrgt hag-kerfi
á Íslandi.
Lánið verður meðal
annars notað til að grípa inn
í gjaldeyris-markaðinn þó að
viðskipti með gjaldeyri verði
áfram háð tak-mörkunum.
Þannig verður ekki heimilt
að kaupa gjaldeyri til þess
að fjár-festa eða stunda
spá-kaup-mennsku.
Geir sagðist vera afar
þakk-látur þeim þjóðum
sem ætla að leggja
Íslend-ingum lið í sam-starfi
við IMF. „Verkefni okkar er
að vinna bug á þeim vanda
sem við okkur blasir og að
Ísland öðlist aftur þann
sess meðal þjóða sem það
hafði áður en
fjármála-kreppan skall á,“
sagði forsætis-ráðherra.
Ísland fær lán frá IMF
Morgunblaðið/Golli
Búast má við að nokkurn tíma muni taka fyrir íslenskt
atvinnulíf að komast í eðlilegt horf að nýju.
Ís-lenski sjónvarps-kokkurinn
Völli Snær eldaði fyrir
milljónir manna í beinni
út-sendingu í banda-ríska
sjónvarps-þættinum The
Today Show á þriðju-daginn.
Hann upplýsti að 6-8
milljónir manna horfðu á
þáttinn að jafnaði. Þátturinn
var að hluta til sendur út frá
Bláa lóninu og var fjallað um
ís-lenska vatnið og
vatns-orkuna. „Svo var líka
inn-slag um íslenskan mat
og þar kom ég til
sögunnar,“ sagði Völli. „Við
settum upp risa-stórt
fisk-borð með fullt af
ferskum fiski til sýnis. Svo
var ég að sýna allt frá
hvers-dags-legum íslenskum
mat, til dæmis síldar-rétti,
ýsu í raspi og fleira.“ Völli
grillaði líka skötu-sel með
kaldri skyr-, jógúrt- og
gúrku-sósu, krydd-legnar
rækjur og hörpu-skel.
Þátta-stjórnandinn
smakkaði réttina og Völli
sagði þetta hafa verið
ákaf-lega skemmti-legt.
Hann hefur aldrei áður eldað
fyrir svona marga og þetta
var mjög góð kynning fyrir
Ísland.
Völli Snær býr á
Bahama-eyjum og hann fór
aftur heim strax daginn eftir
út-sendinguna. Þar rekur
hann sinn eigin veitinga-stað
og er með í bígerð að opna
annan.
Völli Snær eldaði á Íslandi
Völli Snær er þekktur
sjónvarpskokkur.