Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 23.11.2008, Qupperneq 63
Auðlesið efni 63 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Í upphafi vikunnar náðist samkomulag við Evrópu-sambands-ríki um viðmið fyrir frekari samninga-viðræður varðandi deiluna um Icesave-reikninga Lands-bankans í Bretlandi og Hollandi. Í samkomu-laginu felst ekki að Íslendingar geti ekki stefnt breskum stjórn-völdum vegna beitingar hryðjuverka-laga. Samkomu-lagið felur í sér að íslensk stjórn-völd ábyrgjast lágmarks-tryggingu þá sem reglur Evrópska efnahags-svæðisins mæla fyrir um til inn-stæðu-eigenda í úti-búum bankanna erlendis. Endan-legur kostnaður ríkissjóðs vegna samkomu-lagsins ræðst af því hversu hátt eignir Lands-bankans verða metnar. Geir H. Haarde forsætis-ráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynntu samkomulagið. Leyst úr Icesave-hnút? Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde kynntu samkomulagið um Icesave-reikningana. Geir H. Haarde forsætis-ráðherra er þeirrar skoðunar að sam-eining Fjármála-eftirlitsins og Seðla-banka Íslands sé góður kostur. Lúðvík Bergvinsson, for-maður þing-flokks Sam-fylkingarinnar, deilir þessari skoðun með forsætis-ráðherra. Síðast-liðinn þriðju-dag fundaði þing-flokkur Samfylkingarinnar tvisvar og var þá rætt um orð Davíðs Oddssonar, for-manns banka-stjórnar Seðla-bankans, á fundi viðskipta-ráðs sama dag. Þar sagði Davíð að ekki hefði verið hlustað á við-vörunar-orð sínum um slæma stöðu bankanna. Hann kvaðst jafn-framt hafa greint ráð-herrum frá áhyggjum Breta strax í febrúar. Til stendur að setja íslensku krónuna á flot að nýju eftir að lán frá Alþjóða-gjaldeyris-sjóðnum hefur verið veitt. Lúðvík vill að sameining FME og Seðlabanka verði gengin í gegn áður en krónan verður látin fljóta. Rætt um sam- einingu Troð-fullt var á Nasa sl. mánu-dag þegar haldinn var þar opinn borgara-fundur um ástandið í þjóð-félaginu. Fundar-gestir sögðu hann hafa verið stórkost-legan og mikil sam-heldni var í salnum. „Ég held að fjölmiðla-menn geti lært mikið af fundinum ef þeir líta í eigin barm,“ sagði Gunnar Sigurðsson, leik-stjóri, einn fundar-boðenda. Full-trúar fjöl-miðla sátu í pall-borði að loknum ávörpum frum-mælenda. Gunnar sagði að mjög gaman hefði verið að heyra í fólkinu. „Við erum ákveðin í að næsti fundur verði í Háskóla-bíói og þá krefjumst við þess að ríkis-stjórn Íslands mæti. Fólkið vill tala við hana milliliðalaust.“ Einn ræðu-manna líkti ástandinu í þjóð-félaginu við rútu sem ekið hefði verið á ofsa-hraða út í skurð. Síðan þegar sjúkra-bíllinn kom var enginn annar en hinn fífl-djarfi rútu-bílstjóri undir stýri. Fullt á borgara- fundi Flest inn-flutnings-fyrirtæki á Íslandi eru með lán í japönskum jenum og sviss-neskum frönkum. Þessi lán hafa hækkað um 150% á einu ári. Skuldir þessara fyrir-tækja verða hærri en eigið fé þeirra í árs-lok ef gengis-vísi-tala krónunnar fer ekki að jafna sig. Hún var í vikulok 230-240 stig. Geir H. Haarde forsætis-ráðherra hefur sagt að krónan verði sett á flot á allra næstu dögum. Með því myndast verð hennar á frjálsum markaði og má búast við að gengið lækki þá mikið. Þá versnar staða þeirra sem eru með erlend lán og margir óttast gjald-þrot fyrir-tækja í stórum stíl. Margir óttast gjaldþrot Alþjóða-gjaldeyris-sjóðurinn (IMF) samþykkti á miðviku-dag að veita Íslendingum 2,1 milljarð að láni. Nokkrar aðrar þjóðir munu jafn-framt lána Íslendingum allt að 3 milljarða. Lánið er mikil-vægt skref í átt til upp-byggingar á öllum sviðum efna-hags-lífsins, að mati Geirs H. Haarde forsætis-ráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir að lánið sé grunnur að nauð-syn-legum trú-verðug-leika til að endur-reisa ábyrgt hag-kerfi á Íslandi. Lánið verður meðal annars notað til að grípa inn í gjaldeyris-markaðinn þó að viðskipti með gjaldeyri verði áfram háð tak-mörkunum. Þannig verður ekki heimilt að kaupa gjaldeyri til þess að fjár-festa eða stunda spá-kaup-mennsku. Geir sagðist vera afar þakk-látur þeim þjóðum sem ætla að leggja Íslend-ingum lið í sam-starfi við IMF. „Verkefni okkar er að vinna bug á þeim vanda sem við okkur blasir og að Ísland öðlist aftur þann sess meðal þjóða sem það hafði áður en fjármála-kreppan skall á,“ sagði forsætis-ráðherra. Ísland fær lán frá IMF Morgunblaðið/Golli Búast má við að nokkurn tíma muni taka fyrir íslenskt atvinnulíf að komast í eðlilegt horf að nýju. Ís-lenski sjónvarps-kokkurinn Völli Snær eldaði fyrir milljónir manna í beinni út-sendingu í banda-ríska sjónvarps-þættinum The Today Show á þriðju-daginn. Hann upplýsti að 6-8 milljónir manna horfðu á þáttinn að jafnaði. Þátturinn var að hluta til sendur út frá Bláa lóninu og var fjallað um ís-lenska vatnið og vatns-orkuna. „Svo var líka inn-slag um íslenskan mat og þar kom ég til sögunnar,“ sagði Völli. „Við settum upp risa-stórt fisk-borð með fullt af ferskum fiski til sýnis. Svo var ég að sýna allt frá hvers-dags-legum íslenskum mat, til dæmis síldar-rétti, ýsu í raspi og fleira.“ Völli grillaði líka skötu-sel með kaldri skyr-, jógúrt- og gúrku-sósu, krydd-legnar rækjur og hörpu-skel. Þátta-stjórnandinn smakkaði réttina og Völli sagði þetta hafa verið ákaf-lega skemmti-legt. Hann hefur aldrei áður eldað fyrir svona marga og þetta var mjög góð kynning fyrir Ísland. Völli Snær býr á Bahama-eyjum og hann fór aftur heim strax daginn eftir út-sendinguna. Þar rekur hann sinn eigin veitinga-stað og er með í bígerð að opna annan. Völli Snær eldaði á Íslandi Völli Snær er þekktur sjónvarpskokkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.