Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 66

Morgunblaðið - 23.11.2008, Page 66
66 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2008 Sálin stofnuð. Ný sál. Hvar er draumurinn kemur út. Sálin reynir fyrir sér erlendis undir nafninu Beaten Bishops. „Rauða” platan kemur út. Slagarahátindur þetta sumarið. Hin tilraunakennda Þessi þungu högg kemur út. Bandið leggst í híði. Platan Sól um nótt kemur út. Sálin endurreist á órafmögnuðum tónleikum í Loftkastalanum. Plötutvennan Annar máni/Logandi ljós kemur út. Lagið Þú fullkomnar mig verður ógurlega vinsælt brúðkaupslag. Sálin vinnur með Sinfóníuhljómsveitinni. Söngleikurinn Sól og Máni settur upp í Borgarleikhúsinu. Aðdáendaklúbburinn Gullna liðið stofnaður. Platan Undir þínum áhrifum kemur út. Sálin og Gospel. Sálin og Stuðmenn í Kaupmannahöfn. 20 ára afmælistónleikar í Laugardalshöll, öskjur og box gefin út. 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 „Tíminn og við“ Stiklað á stóru í sögu Sálarinnar Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Þessi útgáfa er með ólík-indum yfirgripsmikil oghefur greinarhöfundurreyndar aldrei séð annað eins. Ekki er hægt að segja annað en umfangið sé þar með í takt við viðfangsefnið en saga Sálarinnar hans Jóns míns og staða hennar í dag innan íslenskrar dægur- tónlistar er með öllu einstök. Sveit- in, eða öllu heldur meðlimir, eru réttnefndir konungar hins íslenska popps. Safnið kemur út í þremur mis- munandi útgáfum. Fyrst ber að nefna þrefalda hljómdiskaútgáfu með 45 bestu lögunum og sögu sveitarinnar í máli og myndum. Þá er um að ræða tvöfalda mynddiska- aútgáfu með 25 myndböndum og heimildarmynd Jóns Egils Berg- þórssonar um sveitina. Einnig kemur út sérstök viðhafnarútgáfa í takmörkuðu upplagi. Auk 92 síðna bókar sem fjallar um sögu sveit- arinnar eru þar fjórir geisladiskar, þrír þeirra með 45 vinsælustu lög- um sveitarinnar og sá fjórði með fimmtán tónleikaupptökum. Mynd- diskar eru þá þrír, einn með 25 myndböndum, annar með 25 tón- leikaupptökum og þann þriðja prýðir lengri útgáfa af heimildar- mynd Jóns Egils. Allar upplýsingar um laga- og textasmiði, leikstjóra, hljóðfæraleikara, upptökumenn og slíkt eru þá afar ítarlegar og skil- merkilegar. Sálverjar hafa þannig staðið myndarlega að hátíðarhöldum á þessu afmælisári sínu en fyrr á árinu komu út tvær öskjur undir heitinu Vatnaskil þar sem öllum útgefnum hljóðversplötum sveit- arinnar var safnað saman auk plötu sem skaut skjólshúsi yfir munaðarleysingja, þ.e. stök lög sem höfðu ekki ratað inn á breiðskífur. Djörfung Saga Sálarinnar hans Jóns míns er fyrir margra hluta sakir stór- merkileg. Hér höfum við hljómsveit sem hóf starfsemi sem hefðbundin skemmtisveit en þróaðist svo fljót- lega út í metnaðarfulla poppsveit sem dældi ægigrípandi, en aldrei ódýrum, slögurum linnulaust yfir land og lýð. Sveitinni tókst á til- tölulega stuttum tíma að byggja upp gott safn af frumsömdu, al- íslensku poppi og hefur vegna þessa setið traust á stalli í augum yngri tónlistar- manna sem þreyta sömu list. Allir vilja þeir und- antekningarlaust Sálina kveðið hafa og sporfarar sveitarinnar hafa verið með helstu poppsveitum landsins síðustu ár, sveitir eins og Land og synir, Á móti sól, Írafár og Í svörtum fötum. Upp- og niðursveiflur vantar þá heldur ekki í tilfelli Sálarinnar og dramatíkin er aldrei langt undan eins og sannri stórsveit sæmir. Sál- in hefur þannig átt blómaskeið, þurrkatíð og endurreisnartímabil. Hún var vinsælasta sveit landsins í kringum ’92-’93, lá síðan í nokkurs Djásn er konungum sæmir Út er kominn safnkass- inn Hér er draumurinn þar sem saga Sálar- innar hans Jóns míns er sögð í músík, máli og myndum. Tilefnið er tvítugsafmæli þessara konunga íslensks popps. VIÐ spurðum Stefán Hilmarsson út í þá vinnu sem fór í þessa safnútgáfu. Við hvað var miðað þegar safndiskarnir voru settir saman? „Það var lagt upp með að hafa þetta í hinu sígilda „greatest hits“ formi. Auðvit- að kom huglægt mat að einhverju leyti til en að mestu leyti var sjálfgefið hvaða lög rötuðu inn. En til mótvægis við vinsælda- val koma aukaplöturnar með tónleika- upptökum í viðhafnarútgáfunni, þannig að það er eitthvert jafnvægi í þessu.“ Einhver fyrirmynd að útgáfunni? „Nei, ekki beinlínis. Útgáfustjórinn lagði þó upp með ákveðna fyrirmynd hvað form- atið varðar. Við erum afar ánægðir með þann metnað sem Senu-menn hafa lagt í útgáfu verka okkar á þessu ári. Að baki liggur gríðarleg vinna á öllum vígstöðvum við hljóð, myndir, skrif, umbrot og heim- ildaöflun á víðum grunni.“ Tók það á tilfinningalega að setja saman þetta safn? Streymdu minningabrotin fram? Og hvað finnst þér sjálfum um þessi fyrstu tuttugu ár? Í hverju liggur arfleifð- in? „Maður er orðinn nokkuð vanur því að grúska í gömlu efni, fórum í gegnum svip- að ferli við útgáfu plötunnar Gullna hliðs- ins á tíu ára afmælinu og einnig í upphafi þessa árs þegar gömlu plöturnar voru end- urútgefnar. En það fylgja öllum skeiðum einhverjar minningar, sumar góðar, aðrar síðri, eins og gengur. Það þekkja allir sem flett hafa í gömlum myndum heima hjá afa, ömmu, pabba og mömmu. Maður hugs- ar ekkert út í arfleifð, það er eitthvað sem aðrir verða að hugsa um eða kryfja þegar fram líða stundir. Maður lifir bara í núinu og reynir bæta sig dag frá degi. Kannski kemst maður að því á ævikvöldinu hvort eitthvert vit var í öllu þessu stússi. Og kannski ekki.“ Einhver sérstök plön fyrir næsta ár? „Við erum rétt að ná okkur eftir vinn- una sem þessari útgáfu fylgdi og ekki farnir að huga að framhaldi, þannig að ekki liggja fyrir nein plön. Ekki frekar en oft áður. Bandið mun þó leika á nokkrum stöðum á næstu vikum. En mér finnst lík- legt að næsta útgáfa, ef einhver verður, muni verða ný stúdíóplata.“ „Allt eins og það á að vera“ Sálin hans Jóns míns, 2008 Að margra mati ein merkasta dægurlagahljómsveit sem hérlendis hefur starfað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.