Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 2
98 SKINFAXI um. — Skal hér bent á þau er sambandsstjórnin telur að þessu sinni hin nauðsynlegustu og þýðingarmestu. I. Siðmenningarmál. Stefnuskrá okkar ungmennafélaga gerir ráð fyrir , því, sem einu aðaigrundvallaratriði, að liver félagi leggi af alefli kapp á sína eigin fullkomnun, — nái sem bestri líkamlegri og andlegri þroskun — til þess því frekar að geta unnið að hverju því málefni er miðar sjálfum honum og öðrum til héilla og velferðar og þjóðfélag- inu til uppbyggingar og blessunar. En til þess útheimt- íst, meðal annars, ötull og öruggur vilji, framtakssöm og dáðrík liugsun og staðfast siðferðisþrek, er ekki lœtur blekkjast né beygjast af skaðlegum fýsnum né fánýtum hégóma. Við verðum í þessu sambandi (og að gefnu tilefni) alvarlega að minnast á bindindisheitið er við teljum óhjákvæmilegt atriði til styrktar sið- menningar félagsskaparins. Við álitum algerlega ó s æ m a n d i fyrir ungmennafélögin að fella þetta at- riði burtu, einkum eins og nú standa sakir. — Til- gangur ungmennafélaganna hefir þá þungamiðju að forða æskunni frá öllu skaðlegu og spillandi, en hvetja hana til dáðríkra og drengilegra verka. Vinguðinn, Bakkus, getur ekki átt samleið með æsk- unni án þess að skaða, og sjálfsagðasta og eðlilegasta svar okkar ungmennafélaga hlýtur því að verða þetta: Við viljum e k k e r t s a m n e y t i við vinguðinn. Við setjum okkur lög sjálf, og við fylgjum þeim. Við setj- um okkur þar i algerða andstöðu við vínguðinn og við berjumst þar til vald hans er brotið á bak aftur. Sambandsstjórnin vill um leið vara við, og biðja fé- lögin að hafa vakandi auga á hinum táldrægu tilraun- úm ýmsra utanfélagsmanna, til að hnekkja álitinu á bindindisheiti félaganna og reyna að fá það veikt eða numið burtu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.