Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 29
SKINFAXI 125 Einars Benediktssonar um bætt kjör lýðs og lands við hagnýtingu fossaflsins til stóriðju. Hann er ekki í nein- um vafa um, hvar gullið lendir. Auðvitað lendir það „þar, sem buddunnar lífæð í hrjóstinu slær.“ Framtið- armyndin af þjóðinni i stóriðju-landinu blasir við skáldinu: Voldugir húsbœndur, hundar á vörð og hópur af mörkuðum þrælum. pað er ekki undarlegt, þó að porsteinn sé allhvassyrt- ur í garð þeirra manna, sem hann telur vinna að sköp- un slíkrar framtíðar, ryðja hraut gullstefnunni: Og því er nú dýrlega harpan þin iijá þeim herrum til fiskvirSa metin, sem hafa þaS fram yfir hundinn, aS sjá, að hún verSur seld eSa étin; sem hálofa „guSsneistans“ hátignarvald og heitast um manngöfgi tala, en átt liefir skríSandi undir sinn fald hver ambátt, sem gull kann aS mala. Og föðurlandsást þeirra fyrst um þaS spyr, hve fémikill gripur hún yrði, því nú selst á þúsundir þetta, sem fyr var þrjátíu peninga virSi. porsteinn er ekki í neinum vafa um, livernig fer fyrir þjóðinni, ef þessi stefna sigrar, ef glampinn af gullinu blindar hana svo, eða volduga einstaklinga liennar, að öll verðmæti eru látin föl fyrir gull: Fái þeir selt þig og sett þig viS kvörn þá sést hverju er búiS aS týna, og hvar okkar misþyrmd og máttvana hörn fá malaS í hlekkina sína. —• Margt hefir breyst hér á landi á þeirn 20 árunt, sem liðin eru síðan porsteinn Erlingsson orti þetta snjalla og djarfmælta kvæði. Landið hefir losnað undan erlend- um yfirráðum og fengið fullveldi sitt viðurkent. Nú á þjóðin framtíð sína eingöngu undir árvekni og athöfn- um sinna eigin sona.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.