Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.09.1926, Side 40

Skinfaxi - 01.09.1926, Side 40
136 SKINFAXI hennar er sá, að leggja grundvöll að þekking almenn- ings um hnattakerfið. pað er gamalt orðtak, að neyðin kennir naktri konu að spinna, og mun það satt vera. pörfin er áhrifamesti kennari margra. Fátt sannar þetta betur en frœði þau, er bók Ásgeirs fjallar um. Fyr á tíð lögðu íslendingar meiri rækt við að þekkja stjörnurnar og afstöðu þeirra hverrar til annarar, bend- ir margt til að fom Islendingar liafi verið fróðari um þau mál en við erum, þó þeir hefðu livorki bælcur né skóla til leiðsögu. pað var þörfin við hversdagsstörf og siglingar, sem benti þeim til himins og mun fátt hafa þroskað hyggjuvit norðurlandabúa meir en þetta við- fangsefni. Margir munu þeir, er síðustu áratugi hafa horft á ljósadýrð himinsins dögum oftar án þess að hafa nokkuð verulega hugsað um þetta dásamlega við- fangsefni mannsandans, og þess munu dæmi, að menn liafa um hádegisbil bent á sólina og spurt hvort núværi hún í norðri! — Höfundur „Yetrarbrautar“ hefir eflaust unnið gott verk og þarft með útgáfu þessara fræða; er það dómur fróðra manna, að honum hafi ágætlega teldst. Fiskarnir. Bjarni Sæmundsson hefir um langt skeið unnið kapp- samlega að því, að rannsaka islenska náttúru, einkum dýralíf í ám og vötnum landsins og í sjónum við strend- ur þess og iiefir hann ritað margt og mikið um þetta mál bæði á íslensku og á öðrum tungum, en hin nýút- komna bók hans um fiskana mun þó merkasta rit lians. Bókin lýsir vexti og einkennuin allra fiska, sem þektir eru og lifa í kringum strendur landsins, sömu skil ger- ir hún fiskum þeim, sem lifa í ám og vötnum þess. Er það ánægjulegt og all-nauðsynlegt að kynnast útliti, liyggingu og lifnaðarháttum dýra þeirra, sem kalla má að lifi við túnfót fjölda margra íslenskra heimila, enda liaft mikla þýðingu fyrir atvinnulíf þjóðarinnar á öll-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.