Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 8
104 SKINFAXI er hún kýs sér. Henni til styrktar skulu vera þrír eldri félagar, formaður og tveir aðrir, er hann tilnefnir.“ 2. febrúar sama ár komu svo allir ófermdir félagar á sérfund fyrsta sinn. Er sá dagur stofndagur „Yngri deildar U. M. F. E.“ Hefir hún þvi starfáð liðug 5 ár, svo að telja má að reynt sé livernig gefst nýbreytni þessi í starfsháttum U. M. F. það er skemst af að segja, að engar liafa brugðist vona þeirra, er reistar voru á yngri deild U. M. F. E. við stofnun hennar. paðan hefir aðaldeild félagsins komið sístreymandi lind nýrra krafta. Og kraftar þeir liafa verið tamdir og þroskaðir langt umfram það, sem verið hefði án yngri deildar. Nýfermd ungmenni eru kunnug fundareglum og félagsstarfi, hafa vanist á að koma hugsun sinni i orð, og — það sem mest er um vert — kynst hugsjónum U. M. F., lært að skilja þær, virða og elska. Yngri deild heldur venjulega fundi hálfsmánaðarlega frá októberbyrjun fram i maí. Á fyrsta haustfundi eru starfsmenn deildarinnar kjörnir úr hópi deildarbama. Formaður deildarinnar stýrir fundum hennar, ritari fær- ir gerðabók og féhirðir krefur inn árgjöld deildarbarna (kr. 1.00 á ári), og skilar þeim til aðalféhirðis. Tveir ritstjórar stýra handrituðu blaði, er deildin gefur út og „Stjarna“ nefnist. Kemur hún út á hverjum fundi. Rita börnin hana að mestu leyti sjálf, og hefir hún oft verið prýdd teikningum og ljósmyndum. — Nefnd barna úr deildinni raðar niður verkefnum á fundi fyrir hálft starfsár i senn. Eru þar rædd létt málefni og meðfærileg börnum, félagar segja frá viðskiftum sínum við dýnn og því, sem þeiin hefir tekist að gera fyrir þau, sögur eru sagðar, lesið upp, sungið, kveðist á og farið í leiki. Einn fundur á vetri er kvöldvaka. Situr þá hver við sitt verk, en einn les hátt fyrir alla. Kaffi á miðri vöku, en húslestur með sálmasöng i vökulok. Oft eru fjörugar umræður á l’undum yngri deildar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.