Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 30
126 SKINFAXI Nú er meiru að glata en fyrr, ef illa tekst. Enn dreymir marga um virkjun fossanna í stórum stíl, mcð erlendu fjármagni og erlendri fyrirmynd. Trúin á gullið virðist enn í fullu fjöri. Ef porsteinn Erlingsson mætti lita upp úr gröf sinni, mundi hann setjast við fótskör fossanna, sem góðu heilli eiga enn strengi sina óskorna, og flytja þeim lieitari lol'gerðaróð en nokkru sinni fyrr. En hann mundi lika verða orðlivassari en nokkru sinni fyrr i garð þeirra manna, sem vitandi eða óvitandi eru að Jijóða heim nýju kúgunarvaldi, kúgunarvaldi gullsins. porsteinn mundi snúa máli sínu til æslcumanna lands- ins og eggja þá lögeggjan lil framsóknar í öllum góð- um lilutum. En fyrst og siðast mundi hann vara þá við því, að selja sál sína og frelsi, láta glepjast af erlendu gulli og erlendri vclamenningu. Drottinvald gullsins er versta harðstjórn, sem sögur fara af. Næstu áratugi mun reyna mjög á manndóm ís- lendinga, livort þeir liafa djarfleik og samheldni til þess að verja frelsi sitt og þjóðerni gegn erlendum Glcipnis-fjötrum, sem reynt mun verða að læða á þjóð- ina. En náttúra þeirra fjötra er sú, að því Iiarðara, sem um er brotist, þegar þeir hafa verið á lagðir, því skarp- ari verða þcir. Finnur Sigmundsson. Esperanto. 1. Dr. Zamenhof. þ>að stafar frægðarljómi af mönnum eins og Hanni- bal, Ivarli tólfta og Napoleoni. Styrr mikill stóð um þá þegar í lifanda lífi. Og þó að þeir séu fyrir löngu komn- ir undir græna torfu, þá er nafn þeirra enn á hvers manns vörum. peir voru mikilmenni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.