Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 43

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 43
SKINFAXI 139 íslenskukennarar liafa tekið bók þessari fegins hendi og lokið lofsorði á hana; mun hún nú kend í flestum ung- linga- og gagnfræðaskólum landsins, þó skamt sé síðan hún kom lit, enda fræðir hún ítarlega um þýðingar- mikil atriði móðurmálsins, sem varla hafa verið nefnd í eldri kenslubókum, sem notaðar hafa verið við al- þýðunám. Ivver þetta er framúrskarandi vandlvirknislega af hendi leyst, skýrt og skipulega samið. pví ættu allir unglingar að eignast það og lesa vand- lega. Er liverjum meðalgefnum manni vorkunarlaust að hafa þess mikil not, ef hann liefir notið góðrar harna- fræðslu, þó að ekki sé völ á að lesa það með kennara. Munkarnir frá Möðruvöllum. Jóhann Sigurjónsson sótli yrkisefni sín i ísíenskar þjóðsögur. Davíð Stefánsson gerir það lika. Má vera, að einhverjum þyki fróðlegt að bera saman verk þessara skálda, þó ekki verði það gert liér að þessu sinni. pjóðsagan segir, að Möðruvalla-munkar hafi brent klaustur sitt i ölæði. Davíð semur leikrit sitt um þessa brennu-munka. Af þeim eru engar öruggar sögur, og er þvi imyndunarafl skáldsins óbundið. það getur því lýst klausturlífinu eftir vild. Er skemst af að segja, að skáldið sér furðu fátt fagurt eða dýrðlegt á þessum stað, sem átti að vera þreyttum hvild og trúuðum vegur til kærleikans og drottins; þarna ríkja flestir verstu gallar gerspiltra manna. Sá, sem verstur er, og ræður mestu á þessu voða heimili, hefir sér það eitt til afsökunar, að hann hafi verið svikinn inn í klausturspillinguna. pað höfðu fleiri klausturbúar verið slæmir, en brennu- munkar, enda var enginn munkur á Möðruvöllum, er sagan gerist, sem hafði trú á þvi, að klaustrið gæti starf- að samkvæmt góðum tilgangi. pangað komu engir til þess að gefa guði dýrðina. peir, sem best gerðu, höfðu von um að geta átt þar rólega daga við lestur og rit-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.