Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 11
SKINFAXI 107 cru, án umsóknar nc iiintöku, ef verið hafa í y. d. Öll iþróttastarfsemi félaganna er undir einum hatti, hvort sem yngri félagar eða eldri eiga í hlut. Og lögð er á- iiersla á það, að allir starfshættir y. d. sé í samræmi við það, sem meðal U. M. F. tiðkast, eftir því sem sér- staða hennar leyfir. U. M. F. E. telur yngri deildina fjöregg sitt. Hún hefir vafalaust fjölgað félögum þess að mun og dregið liugi unglinga að málum U. M. F., á þeim aldri, er liægast er að ná til þeirra og þeir mótast best. Hún sér aðaldeild félagsins fyrir æfðum starfskröftum og þjálfuðum, og er slíkt mikils virði. Má nefna dæmi þess: að á s. 1. vetri var þremur 14 ára drengjum, er allir höfðu staðið í fremstu röð í y. d., falið að flytja fyrirlestra um tiltek- in efni í e. d. Leystu þeir starf það af hendi með sér- stökum sóma. Vilja ekki önnur U. M. F. taka U. M. F. E. til fyrir- myndar um myndun yngri deildar? Eg fullyrði, að ó- lygin reynsla hefir sannað að það er þess vert. Aðalsteinn Sigmundsson. Benedikt Gröndal. í liaust var hundrað ára afmæli Benedikts Gröndal. Hel'ir skáldsins verið furðu lítið minst. Gröndal var af góðu bergi brotinn. Faðir hans var skáld og meðal þeirra færustu, sem ritað hafa islenskt mál, og móðir hans var hin mikilhæfasta kona, dóttir Benedikts Jóns- sonar Gröndals yfirdómara, sem var gott skáld á sinni tíð. Gröndal var fæddur á Bessastöðum þá er latínuskól- inn var þar. pótti snemma bera á góðum gáfum hjá hon- um, enda var hann settur ungur til menta. Eflaust hefir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.