Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 20
116 SKINFAXI geta skapað sér í löndunum fyrir vestan Grænland, er Grænland er orðið íslenskt land. Forfeður vorir höfðu að eins opna báta og miklu lakari vopn en þeir Norður- álfumenn, er síðar komu, höfðu til að berjast við villi- mennina með. Við höfum nú enga villimenn við að berjast í þessum vesturlöndum, heldur eru þar kauplág- ir fæðingjar, sem eru fúsir til að vinna oklcur gagn fyrir litla greiðslu. Við höfum gufuskip, síma, vélar og auð, og öll liin fullkomnustu tæki og kunnáttu til þess að sigla um höfin og nema lönd, en hvað höfðu forfeður vorir af þessum tækjum? pað hefir enn ekki verið sannað opinberlega, að við íslendingar eigum Grænland de jure, en við eigum það engu að siður fyrir því, þótt sönnunin fyrir þessu hafi eldci verið hrópuð út um stræti og gatnamót. ]?ar sem Island er nú orðið sjálfstætt ríki, er Græn- landsmálið orðið og verður milliríkjamál, pólitíkst mál, og einhuga alþjóðarmál. Grænlandsmálið verður að eins leyst með pólitík á kjörfundum um landið og við atkvæðagreiðslu á Alþingi verður lirslitum Græn- landsmálsins ráðið. — pegar Grænlandsmálið er komið inn á þing, keppast flokkarnir hver í kapp við annan um að gera kjósendum hærra boð í Grænlandsmálinu til þess að ná fylgi á því, þvi Grænlandsmálið verður innan skamms heilagast hjartamál alþjóðar á þessu landi. Menn heimta, að Grænland verði aftur gert að lifandi hluta úr vorri ættjörð, að íslenskir söngvar hljómi þar aftur í klettunum, að íslenskir leikar verði aftur Ieiknir á leikvöllum feðra vorra, að íslensk vöggu- ljóð verði aftur sungin þar í íslenskum stofum, að hver hæð og laut, hver tindur, hver dalur, hver vogur, hver vilc, er eittsinn báru íslensk nöfn, fái aftur íslensk heiti, og að guð vors lands hljómi sem vorboði nýrra tíma yfir helguðum þingvelli feðra vorra að Görðum. Hið fyrsta, sem alþingi Islendinga á að gera i Græn- landsmálinu er að heimta, að Danir afliendi íslend-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.