Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 25
SKINFAXI 121 Flatlendið danska gefnr heimþrá hans byr undir báða vængi, og það er fossaniðurinn, sem hann þráir lieitast: Þá væri, Sjáland, sælla hér sumarið þitt og blómin, ef þú gætir gefið mér gamla fossaróminn. I huga porsteins eru ekki einungis fossarnir, heldur hver lækjarspræna eins og lífi gædd vera, sem syngur tign og fegurð íslenskrar náttúru lof og dýrð. Rödd þeirra er í eyrum skáldsins „fögur, hugljúf og hrein,“ engu síður en rödd sólskríkjunnar. Strengjaleikur silf- urtærra linda og lækja, fossaniður og fuglasöngur, er porsteini „heilagt hjartans mál.“ f>vi er eigi undarlegt þó að honum hitni í skapi og harpan fái „hvassa tóna,“ þegar ráðgert er að firra frelsi þessa vini hans og ljóða- bræður, skera á streng þeirra, leggja á þá ánauðarok, setja þá í það óþrifaverk að mala gull. Skáldum vorum liefir orðið drjugort um fossa og vatnanið. Væri gaman að athuga og bera saman kvæði, sem getin eru frammi fyrir þessum furðuverkum nátt- úrunnar. Hér er ekki tækifæri til þess. pó verður að geta eins kvæðis, sem eitt af böfuðskáldum vorum hefir ort um stærsta og mikilfeng'legasta foss landsins, af því að það, ásamt fleiru, varð tilefni þess, að por- steinn Erlingsson orti kvæði sitt: „Við fossinn“, sem hér verður lauslega vikið að. ]?egar Einar Benediktsson stendur frammi fyr- ir Dettifossi, er það fyrst og fremst krafturinn, sem beillar liug' hans. Og honum verður fyrst fyrir að heita á þennan milda mátt til fulltingis, skálda-anda sínum, svo að hann fái skapað „ljóð er lifa“: Eg veit, eg finn við óms þíns undraslátt má efla mannleg hjörtu. Slá þú hátt, fosshjarta. Styrk minn hug og hönd að skrifa. Brátt kemur hugsunin um auðlegðina, sem fólgin er í öllum þessum reginkrafti:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.