Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 32
128 SKINFAXI >jóðum bæru í brjósti bjarta og tilfinningar,rétt eins og þeir sjálfir. J?eir þektu ekki hugsunarháttinn. Og þeir skildu hann auðvitað ekki. En aðalþröskuldurinn í vegi skilningsins var mismunur tungumálanna. peim þrösk- uldi varð að ryðja úr vegi. „pað verður að brjóta niður múrveggina, sem aðskilja þjóðirnar, svo að þær geti lifað saman i frelsi, bróðerniog jafnrétt i,“ sagði Zamenbof. Og liann helgaði alt líf sitt þessari hugsjón, hugsjón friðar og kærleika. iZamenhof tók sér nú fyrir hendur að semja nýtt tungumál, allsherjarmál, sem allir kynnu og notuðu í skiftum við menn af öðrum þjóðflokkum. þaö var mik- ið starf og örðugt. J>að var gert gys að honum, og marg- ir töldu hann vart með öllum mjalla. Faðir hans brendi plögg bans, til þess að forða honum frá hugarvingli og vitfirringu, sem hann óttaðist að hann kynni annars að lenda í. En Zamenhof misti ekki kjarkinn. Hann varði öllum frístundum sínum til þess að hugsa um nýja málið. Og 1878 var uppkast hans fullbúið. En mörg ár gengu i að sannprófa nothæfni þess, fága það og laga. Og það var ekki fyrr en í ágústmánuði 1887 að fyrsta kenslubókin í nýja málinu kom út. Hún var rituð und- ir dularnafninu„Doktoro Esperanto“. petta nafn, Esper- anto, festist síðan við málið. Á íslensku hefir það verið nefnt vonarmál, því að esperanto þýðir: Sá sem vonar. Zamenhof hefir sjálfur skilgreint stefnu vonarmáls- ins með þessum orðum: „pað er tilraun til þess að út- breiða hlutlaust tungumál um allan hcim, mál, sem þrengir sér inn í innra líf þjóðanna og reynir á engan hátt að bola lifandi málum burtu, heldur gerir mönn- um ólíkra þjóðflokka fært að eiga skifti saman; mál, sem getur komið að notum sem friðarmál opinberra stofnana í löndum, þar sem ýmsir þjóðflokkar deila um tunguna; mál, sem þau rit skulu skrifuð á, sem eiga erindi til allra þjóða. Sérhver önnur hugsjón eða von, sem einn eða annar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.