Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 5
SKINFAXI 101 efni, að liggja elcki á liði sínu um alt ]>að er verða má J>essum hátíðar undirbúningi til hjálpar. Og um leið að framkoma þeirra öll sé hvervetna sem þjóðlegust og félagsskapnum til sóma, hvar sem félögin í heild eða einstaklingar þeirra koma fram. Takist ungmennafélögunum, eins og þeim her skylda til, að vinna sér sæmd i framkomu sinni við hátíða- iialdið og viðbúnað þess, þú er mikið fengið — þú hafa þau sýnt gildi sitt ú réttum tíma. Bíði félagsskapurinn þar vanvirðu eða verði að leggja árar í bát við þann undirbúning, er því miður öll hætta á að dagar þeirra hugsjóna verði taldir. Við von- um og óskum að félögunum gefist gifta til hins betra lilutskiftis. III. Ýms sérskild mál. a. Sögusöl'nuni n. Sambandsstjórnin skorar á iivert einstakt félag að láta e k k i dragast að safna upplýsingum og drögum til sögu sinnar — samkvæmt framkominni áiyktun um það á síðasta samhandsþingi. — Til nánari upplýsingar er vert að benda félögunum á allítarlega grein um þetta efni i síðasta árgangi Slcin- faxa (2 hefti). Hvert félag ætti að gefa upplýsingar til héraðsstjórnar i ársskýrslu sinni, iiversu miklum sögufróðleik það liefði samansafnað (jdir hvað langt tímabil o. s. frv.). Félögin skulu vera við því búin að afhenda (til úr- vals og vinnu) öll sögugögn sín eigi síðar en haustið 1928. b. Heimilisiðnaður. Eitt þeirra þjóðnýtustu málefna, er ungmennafélögin liafa lagt stund á, er heimilisiðnaðurinn. Einnig þar þurfa félögin að vinna kappsamlega að meiri framtakssemi og al- mennari aðgerðum. d. Örnefnasöf n u n. A sambandsþinginu var

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.