Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 24
120 SKINFAXI Landið er gott og þjóðin kynborin. Hér og þar í þjóðlífi voru bryddir á djörfum, íslensk- uni bugsunum, sem bældar liafa verið öldum saman undir oki erlendrar kúgunar. þess má vænta, að á sin- um tíma beri þær fagra ávexti, ef vér kunnum til að gæta og glötum ekki þjóðerni voru og þjóðarsál í leit fánýtra verðmæta. Öldum saman hefir land vort verið kallað fátækt land. Nú eru menn að koma auga á ýmiskonar auðæfi, sem landið ber í skauti sínu, og sú skoðun er að ryðja sér til rúms, að vér búum í auðugu landi, sem að eins bíði eftir því, að auðæfin séu hagnýtt. Mesta atbygli vekur vatnsorka laridsins. Margir vænta þess, að fossavirkjun í stórum stíl eigi eftir að breyta þessum náttúruauði i gull handa þjóð- iririi, og það er trú þeirra, að þá sé rétt stefnt til vax- andi menningar. Hér skal nú i stuttu móli mint á, hvernig einn af bestu og göfugustu sonum þjóðar vorrar leit á þessi mál fyrir 20 árum. Ungir íslendingar, sem vera vilja góðir íslendingar, hljóta jafnan að meta mikils orð hans og skoðanir, því að hann var til hinstu stundar merkisberi vorsins og æskunnar, og enginn hefir unn- að íslenskri náttúru og íslensku þjóðerni af heilli hug en hann. pað hefir verið sagt um porstein Erlingsson, að eklc- ert íslenskt skáld hafi haft „jafn mikinn, skýran og hreinan fossanið í ljóðum sínum og liann,“ fossarnir hafi sett svip sinn á ljóð hans. Ást þ’orsteins á fossunum kemur víða í Ijós. pegar hann minnist íslenskrar náttúru eru fossamir jafnan ofarlega í huga hans: Því að kærstu kvæðin mín kunna þeir einir saman.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.