Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 44
140 SKINFAXI störf. — Fjárgræðgi, siðspilling og skinhelgi hertók ná- grennið; förufólkið skreið fyrir munkunum og tók þátt í svalli þeirra, en roskinn og ráðsettur bændahöfðingi situr hlutlaus lijá, meðan frændi hans, ungur og óráð- inn, verður klausturspillingunni að hráð; raunar gerðist þessi ungi maður vandlætari, þegar hann var genginn í gildruna, en ekki virðast líkur til þess, að það hefði komið að liði, ef eldurinn ekki hefði eytt klaustrinu og bjargað honum. Öll er bókin fjarskyld nútimanum. Virðist þvi að tuttugustu aldar búar hafi lítil tök á að hagnýta liana fyrir lifnaðarhætti sína og þjóðmálastefnur. Er þetta síst sagt skáldverkinu til lasts. Skáldið á þakkir sldlið fyrir að vera óháður og yrkja, að því er virðist, ein- göngu vegna listar sinnar, enda eru margar setningar vel orðaðar í leikritinu og sumar ágætlega. Líldegt er að munkarnir reynist áhrifamiklir á leiksviði. Veður öll válynd. Fjórar sögur eftir Guðmund Gíslason Hagabn. — Bók þessi er, sem fleiri bækur höfundar, lýsing á sjó- mönnum fyrri tíma og sæförum þeirra. Er þar víða vel að orði komist og lesendurnir heyra öldugný og sjó- hrannirnar æða hvítfyssandi yfir bátinn. Eklci tekst höf. ver að lýsa harðfengi strandarbúa, gegn átökum ægis, þrautsegju og fastlyndi; barátta við ofuraflið stælir og kælir skapgerð þeirra, lundarfarið líkist storkn- uðum eldgíg, sem virtist við fyrstu sýn ólíklegur til breytinga, en önnur varð raunin á, gígurinn spjó eldi, sem olli dauða og tortimingu. — I sögu Neshólabræðra gætir alls þessa; þar var óhamingjusöm ást, kaldlyndi og ófyrirleitni uppkveikja í heiftareldi þeim, er leiddi þá til bana. Móðir þeirra er mesta persóna sögunnar, þó- ekki tækist henni að afstýra óhamingju heimilisins. pá reyndist hún mannlyndust er mest reyndi á eða þegar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.