Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 17
SKINFAXI 113 er að verða stór og voldug þjiVð, okkur, sem erum minst- ir þjóða, liggur mest á því að vaxa. Fyrsta spor okkar íslendinga á landnáms- og vaxtar- brautinni er landnám og heimt Grænlands. par sem Grænland er enn í dag að réttum lögum hluti úr voru ríki, en er nú undir böðulstjórn erlendrar einokunar og liarðstjóra, er Grænlandsmálið það stórmál, sem nú verður að krefjast af æskulýð íslands, að hann talci til umhugsunar og umtals og þvinæst taka sér ákveðna stefnu til úrlausnar þessa langmesta máls, er nokkru sinni hefir verið á dagskrá þjóðarinnar. En þetta mál þarfnast ekki að eins orða og íhugunar, heldur þarnæst atgerða. — ]?að væri fróðlegt að heyra, hvernig æsku- lýður Islands ætlar að afsaka sig fyrir það að hafa ekki tekið þetta mál til alvarlegrar athugunar fyrir löngu síðan, og það verður enn þá óskiljanlegra, hvernig æskulýður þessa lands ætlar sér að forsvara það að skella nú skolleyrunum við þessu máli. Vilji ungmennafélög íslands halda uppi sóma sínum, geta þau ekki komist hjá því að taka Grænlandsmálið alment til umræðu á þessum vetri og undirbúa það und- ir næsta sambandsþing. Eg befi áður ritað svo ýlarlega um auðæfi Græn- lands á landi og sjó, að eg get látið mér nægja að drepa mjög lauslega á þessi atriði hér. Við vesturströnd Grænlands, fyrir norðan Vestri- bygð, eru bestu flyðrumið heimsins. Suður frá Vestri- bygð eru ágæt þorskamið fram með allri vesturströnd Grænlands. Á miðum þessum hrygnir þorskurinn í júlí og ágúst, en líklega einnig í júni. — Er vetrarver- tíðinni við Island er lokið, geta íslensk skip og bátar l'engið vísa uppgripavertíð við Grænland. petta er stór- kostlegt velferðarmál fyrir þjóð vora eins og nú er kom- ið, að útgerðin getur ekki borið sig nema á vetrarver- tíðinni hér við land. Við innanverða firði Grænlands er sárlítil úrkoma

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.