Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 19
SKINFAXI 115 auðlegð Grænlands, fáum við verkefni handa fossum Is- lands, svo þeir hætta að vera verðlaus eign, en hreytast í stórkostlega auðlegð. ísland fær framtíðarmöguleika sem stóriðnaðar og stórborgaland; að svo komnu verða láglendin á íslandi ræktuð og hlíðar fjalla vorra ldædd- ar skógi. — En höfuðástæðan fyrir því að við íslandingar eigum að nema Grænland er sú, að með þvi bætum við og aukum atvinnuvegi vora, vellíðan, hókmenning og auð- söfnun, þar sem allar framfarir á Islandi verða miklu örari. Auðlegð Grænlands á að græða ísland. Hinar islensku hafnir á vesturströnd Grænlands frá 62° n. br. og norður að Iieimskautshaug eiga fyrir liönd- um að verða upplagshafnir fyrir timbrið úr Húðsons- flóalöndunum og hveitið úr Vestur-Kanada, og alla þungavöru er fara á til þessa hluta Kanada. Heims- verslunarborgir þessa mikla lands eiga þvi fyrir hönd- um að rísa upp við þessa firði á Vestur-Grænlandi, og sú þjóð, sem fyrst nemur þá, tryggir sér þar með þá framtíð að verða heimsverslunar og heimssiglinga- þjóð. Með því að tryggja sér þessi miklu náttúruauð- æfi, fá íslendingar möguleika til þess að þroslca og nota marga ágæta hæfileika er þeir hafa erft frá for- feðrum sínum. Og með þessu landnámi á Grænlandi fá íslendingar aðstöðu gagnvart Kanada, sem getur orðið Vestur-Islendingum ómetanleg. Islendingar lá forfeðrum sínum, að 'þeir skyldu ekki nema Vesturheim og gera vora þjóð að heimsþjóð i stað þess að láta kynslóð eftir kynslóð falla úr hor á húsgangi heima á Islandi. Forfeður vorir eru ámælis verðir fyrir skilningsleysi sitt á því að nema Norður- Ameriku, en hversu óendanlega eru þeir íslendingar, er nú lifa, ekki ámælisverðari fyrir að sitja sofandi og aðgerðarlausir í Grænlandsmálinu og láta hin geysilegu auðæfi Grænlands, er þeir sjálfir eiga, ganga úr greipum sér og jafnframt hina miklu framtíð, er Islendingar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.