Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 41
SKINFAXI
137
um öldum. Furðu vel hefir höfundinum tekist að semja
bók sína við alþýðu hæfi, þó hún sé vísindarit. Er það
varla of mælt, að hók þessi er meðal þörfustu rita, er
út hafa komið hér á landi, og er hún höfundi og þjóð
hans íil mikils sóma.
Menn og mentir.
Siðasta bindi (IV.) þessa mikla og' merkilega rits er
nýkomið- á bókamarkaðinn, Um það er hið sama að
segja og hin fyrri hindin, að það gefur mjög ítarlega og
þýðingarmikla fræðslu um mörg mikilsverð atriði sög-
unnar, sem fæstir eiga völ á annarsstaðar.
Bækur dr. Páls E. Ólasonar eru öllum söguvinum
kærkomnar og ómetanlega mikils virði, og ættu því
allir, sem hafa ráð á þvi, að lcaupa þær sem fyrst. En
því miður mun kaupgetu sumra svo varið, að þeim er
ofurefli að eignast þær, 'þótt þær megi ódýrar heita og
fáist með hagkvæmum kjörum. En lestrarfélög geta
bætt mikið úr þessu. — pað er synd að láta „Menn og
mentir“ vanta i safn nokkurs lestrarfélags.
Dýrafræði.
Nýkomið er á bókamarkaðinn þriðja og síðasta hefti
af dýrafræði handa börnum eftir Jónas alþm. Jónsson.
Bók þessi er um skriðdýr, froska, liðdýr og fleiri teg-
undir hinna lægri dýra. Síðast i bókinni er yfirlit um
skipulag dýraríkisins. Yfir tuttugu ágætar myndir eru
í þessu hefti. Góðar myndir í kenslubókum eru nem-
endum ómetanlega mikils virði, þvi að þær gefa gleggri
hugmyndir um útlit þess sem lýst er, en nokkur frásögn
getur gert; að sjálfsögðu er líka skýrt frá höfuðein-
kennum líkamsbyggingar dýranna, en mest áliersla er
þó Iögð á að lýsa lifnaðarháttum þeirra, veiði-aðferð-
um, sókn og vörn gegn öðrum dýrum og verður þvi
frásögnin söguleg. Er það alkunnugt, að vel ritaður
sögustýll er mjög aðlaðandi og skemtandi fyrir börn.