Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 16
112 SKINFAXI þjóð til þess að verða stór og voldug. J>etta er jafnsatt fyrir því, þótt ómennin vor á meðal ærist yfir því, að nokkur skuli leyfa sér þá dirfsku að halda því fram, að lítil þjóð, sem þeir eru í, megi reyna annað en hnipra sig svo saman og' halda undan brekkunni hinn hreiða veg aðgerðaleysisins og liugleysis til eilífrar glötunar. — peir lialda alla aðra eftir sér. Við íslendingar erum fyrsta lieimssiglingaþjóð þess- arar jarðar. Við erum fyrsta þjóðin, sem vogaði sér að sigla þvert yfir hafið. Fram til þess dags er Kolumbus vogaði scr yfir hafið eflir íslenskri leiðsögu, höfðu eng- ar þjóðir vogað sér meira en að þræða með ströndum fram. — Við íslendingar vorum þá mikil landnáms- þjóð. Við námum Grænland og miklu viðáttumeiri lönd í vesturheimi, en menn hafa hingað til haldið. Is- land var þá stórveldi hafsins. Öll þessi lönd fyrir vestan hafið og fyrir sunnan og vestan leiðarstjörnu voru í vorum lögum eða voru ríki. — Endurminningin um alt þetta hlýtur að hraða hjartaslögum hvers Islendings með hreinu hlóði í æðum, og hraða þeim enn meir vegna þess, að öll vor fornu lönd eru enn ekki töpuð, að enn eru möguleikar til að skapa nýtt íslenskt land- nám í þeim hluta þessara landa, sem enn eru ónumin, að enn eru möguleikar fyiúr íslensku þjóðina til þess að verða heimsþjóð, að enn eru möguleikar lil þess að gera vora litlu og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi. Sjáir þú það ekki og viðurkennir, að leiðin til að verða sterkur er að neyta allrar orlcu við ofurefli, skiljír þú það elcki, að leiðin til að fá óskir uppfyltar og fagra drauma gerða að raunveruleilca er að einhlína á hið liæsta takmark og stefna þangað af allri orku, ert þú ellinnar og dauðans — bæði hins tímanlega og and- lega — svo eg get elckert tal átt við þig. -— En sért þú æskunnar og lífsins skilur þú þetta og veist og viður- kennir, að það sem okkur Islendingum liggur mest á

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.