Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 4
100 SKINFAXI hraðstreymi ýmissa erlendra miður viðeigandi áliriía, skaSsamar lífsstefnur og óheilbrigSar tískubylgjur er óstöSvandi renna yfir og ótal margt fleira. Alt ]?etta sem þegar er talið og fjölmargt fleira utanaSkomandi, rekur brottu, veikir, eySileggur eSa glatar meS öllu niörgu því góða og miklu betur viðeigandi og sæmandi í þjóðkostum, háttum, siðum og menningu, er'þjóð þessd liefir átt og búið að öldum saman sér til ómetanlegs ágætis. Hér við bætist svo innbyrðis, eigin dáðleysi og léttúð, vöntun á dómgreind, sjálfstæði og siðferðis- þroska, svo að fjöldi fólks lætur ginnast af hverju þvi sem fyrir augu og eyru ber, oftast til margvislegs skaða og mikils vansóma. Sem eilt mikilsvarðandi atriði er vert að minna á að meðferð málsins, jafnvel lijá ung- mennafélögum, er oft sorglega ábótavant. Öll sú árás sem þjóðerninu þannig er búin er ærið áhyggjuefni og ætti að vera hverjum góðum ungmennafélaga livöt til varnar og viðreisnar hverju þjóðnýtu atriði. En það sem allramest eykur nauðsynina einmitt nú á ítrustu kröft- um félaganna til styrktar þjóðræknislegum málefnum er hið væntanlega þ j ó ð h á t í ð a r h a 1 d árið 19 3 0. par hlýtur alþjé)ð þessa lands að vera skylda og lcápps- mál að vel takist. Og það er þegar full ljóst að sæmd og framtíðarheillir þjóðarinnar verða þar fyllilega í húfi. Ungmennafélögin verða fremur öllum öðrum fé- lagsskap i þessu landi — samkvæmt stefnuskrá sinni —- að leggja itrasta kapp á að veita þar sitt l'ulltingi. Sambandsstjórnin hefir í þessu efni gert þær fyrir- ætlanir að ungmennafélögin ættu þar að hafa sérstaka forgöngu í þessum fjórum aðalatriðum: íslenskri glímu, sundi, þjóðbúningum og þjóðdönsum. Sem byrjun á undirbúningi þessum má telja náms- skeið það er samband U. M. F. í. heldur nú i vetur í Reykjavík ásamt íþróltasambandi Islands, þar sem ætl- unin er að kent verði hæði íþróttir og þjóðdansar. Við skorum sérstaklega á ungmennafélögin, í þessu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.