Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 27
SKINFAXI 123 honum finst ærið víða í frammi haft, einkum á hæiTÍ stöðum og þar sem gullið drotnar. pegar porsteinn yrkir kvæði sitt „Við fossinn“, er honum mikið i liug. Hann gerist bæði þungliöggur og napur. Framsetningin er lipur og leikandi eins og ætíð hjá porsteini. Iionum rennur aldrei svo i skap að hann gleymi að vanda móðurmál sitt eða misþyrmi braglist- inni. Tungu sinni ann hann jafnheitt og ættlandi sínu. pað er elskhugi íslenskrar náttúru, sem ávarpar foss- inn, þvi að enn er ekki skorinn strengur hans né ok- ið telgt: Við göfgum þá tign, sem i gígjunni bjó; og gott var á sönginn að hlýða, þvi móðurrödd varð hann og flóttamanns fró, sem fvlgt hefir landanum viða. Úr fósturlands barmi þú fluttir þann óð, sem fann hjá oss næmasta grunninn; á því þekkjast oftast nær einniitt þau ljóð, sem eru frá hjartanu runnin. Og best hafa úr lægingu lvft okkar dug og leyst okkur fjötur af tungu þið skáldin, seni upp um hin íslensku flug á óleigðu gígjurnar sungu. porsteinn þreylist aldrei á að lofa íslenska náttúru, en það lof á ekkert skylt við matarást eða gulldrauma. Honum kemur aldrei í liug að meta tign og fegurð fóst- ^urjarðar sinnar til peninga. par á þjóðin miklu meiri verðmæti en svo, að til gulls verði jafnað. Og þú lékst þcr syngjandi að silfrinu þvi, sem sindrandi í beltið er grafið, en mólst ekki gull eins og þorparans þý, því þeyttirðu dansandi i hafið. Þó voruð þið auður, sem ýmsum varð stór og íslendings dýrasti liróður: Hann heyrði ykkur syngja það hvar sem hann fór, að hann ætti drottning að móður. Og hér var sá auður sem óstjórnarskrám og einokun tókst elcki að ræna:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.