Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 12
108 SKINFAXI æskuheimili hans verið hetra en flestra jafnaldra, enda víkur hann oft að því i æfisögu sinni og ljóðum t. d. í þessum erindum: Mér kendi faðir mál að vanda, lærði hann mig, þó eg latur væri; þaðan er mér kominn kraftur orða, meginkyngi og mynda gnótt. Mér kendi móðir mitt að geyma hjarta trútt þó heimur bregðist; þaðan er mér kominn kraftur vináttu, ástin ótrauða, sem mér aldrei deyr. Gröndal varð ungur stúdent. Að því húnu fór hann til Hafnar, og lagði stund á ýmsar fræðigreinar, en þó einkum náttúrufræði. Löngu síðar tók liann próf í nor- rænni málfræði og var kennari við lærða skólann i Reykjavílc um nokkur ár, en mestan liluta æfinnar lifði hann embættislaus og vann löngum að ritstörfum, enda er það margt og mikilsvert, sem eftir hann liggur af þýðingum og frumsömdu, bæði í hundnu og óhundnu máli. Nokkuð er það misjafnt að gæðum. Gröndal lét gamminn geysa, orti og ritaði, þegar andinn kom yfir hann, enda kvaðst hann vilja „þóknast öllum, sem aldrei gátu komið sér saman“. — En flest bera rit Grön- dals ótviræð merki þess, sem alviðurkent er, að hann var meðal ritfærustu snillinga sem ísland hefir alið og allra manna fyndnastur og fjörugastur. Nokkuð af fegurstu Ijóðum þjóðarinnar er eftir Gröndal, og lifa á hvers manns vörum, munu þau sungin meðan nokkur kann íslenska söngva. Víl og vol var honum fjarri skapi, lýsir hann því vel í línum þess- um er hann hefir ritað í formála bókar sinnar: „Lítið er hcr um lífspeki eða pólitísk kvæði eða siða- kveðskap og sorgarljóð, eins og nú tíðkast allmjög, raunar bregður slíku stundum hér fyrir í bókinni, en

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.