Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 10
106 SKINFAXI færeyska sögu. T— 8. Hvaða farartæki er skemtilegast? Málshefjandi Sigurður Jónasson. Taldi liann hestinn skemtilegasta farartækið. Auk málshefjanda töluðu: Steinn Guðmundsson, Kristjana Guðmundsdóttir, Gest- ur Ólafsson, Ketill Gíslason, Ástríður Sigurðardóttir og Ingimar Jóhannesson. —- 9. Jóhanna Gísladóttir las upp sögu. — 10. Aldís Ivristjánsdóttir las upp þuluna: „Gelck eg upp í álfahvamm“. — 11. Aðalsteinn Sigmundsson stakk upp á því að yngri deild U. M. F. E. færi skemti- ferð upp á Ingólfsfjall nú á næstunni. Um uppástung- una ræddu: Jóhanna Gísladóttir, Gestur Ólafsson, Ingi- mar Jóhannesson, Ketill Gíslason. Sainþykt var að fara og kosin 5 manna nefnd til undirbúnings, þau: Margrét Ólafsdóttir, Ketill G., Gestur Ó., Ivristjana porvalds- dóttir og Leifur Haraldsson. — 12. Fundi slitið með söng kl. 8 e. h.“ Starfsskrá yngri deildar U. M. F. E., febrúar—mai 1925: 1. fundur: Hvern forn-Islending þykir Iþér vænst um? Hvaða gagn er af að vera ungmennafélagi? Lesinn kafli úr fornsögum. Upplestur. — 2. fundur: Skuld- binding okkar. Hvað getur y. d. gert fyrir iðnsýning- una í vor? Lesið kvæði. Sögð tröllasaga. — 3. fundur: Hvort er betra, dansleikur eða skemtiför? Ilvort er fegurri íslenskur kvenhúningur eða „danskur“? Kveðist á. :— 4. fundur: IJvaða landslag er fegurst? Að livaða dýri er mest gaman? Samlestur. Sagðar skrítlur. — 5. fundur: Aðaláhugamál mitt. Hvaða fararlæki er skemtilegast? Lesinn kafli úr Grettlu. Farið með þulu. — 6. fundur: Ilverjir eru helstu kostir íslands ? Hvernig verður best varið tómstundunum í sumar? Sögð úti- legumannasaga. Lesið kvæði. Samband yngri deildar og eldri er sem allra nánast, svo að börnin finni glögglega, að þau eru liður í þeirri heild, sem heitir U. M. F.-Eyrarbakka. Lög og sjóður er sameiginlegt deildunum, og fund hafa þær saman af og til. Börn koma af sjálfu sér upp í efri déild, er fermd

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.