Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 14
110
SKINFAXI
cr hann hefir sjáífur ritað og út koth fyrir skömmu.
Er þar mikinn fróðleik að finna fyrst og fremst um
hann sjálfan og marga merka samtíðarmenn hans.
Gröndal ritaði hverjum manni fegurri hönd, og var
yfir höfuð hinn mesti snillingur í dráttlist. pykir t. d.
þj óðhátíðarspj ald hans ágælur kjörgripur.
Gröndal hefir liaft marga hluti umfram flesta menn.
Hann var Stórgáfaður, fjölfróður og viðförull, og svo
listfengur að af bar. Minning hans verður hest heiðruð
ineð þvi að kynnast honum í ritum hans. pað geta allir
íslendingar gert og haft gagn og sóma af um langan
aldur.
G. B.
Grænlandsmálið.
Meðan við vorum litil, langaði okkur til að verða
stór, er við tókum að stálpast langaði okkur til þess
að verða mikilmenni. pað er einkenni æskunnar að
vilja vaxa og eflast og breiða sig út. Einkenni ellinnar
er það að kipra sig saman í sitt eigið hý, húa að sínu
og láta fara sem minst fyrir sér. Einkenni æskunnar
er leiðin til þroskans og lífsins, en einkenni ellinnar
hinn vísi vegur til dauða og eyðileggingar.
Á sama hátt og þessu er varið með okkur mennina,
eins er því varið með heilar þjóðir. J?að hafa verið til
i heiminum margar litlar þjóðir, sem hefir langað til
að verða stórar, og hafa jafnframt kunnað að stilla
svo í hóf, að draumar þeirra og vonir um bjarta og
mikla framtíð hafa getað ræst. — ]?að hafa líka á öll-
um tímum verið til margar ]?jóðir og riki, sem hafa,
eins og ellin, viljað skríða inn í híði sitt, og hugsað
líkt og þeir íslenskir menn nú á dögum, sem eru á
móti Grænlandsmálinu: „Við höfum nóg hér lieima,