Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 34
130 SKINPAXI ast þeir af þeim anda, sem stefnunni fylgir, og þeir beyg.ja sig að meira eða minna leyti undir iög þau, sem gilda í ríki vonarmálsins. Zamenhof duldist alls ekki þau geysimiklu efnislegu not, sem hafa má af vonarmálinu. Og það var fjarri skapi hans að gera lítið úr þeim. En þau voru honum samt ekki aðalatriðið. Hann kemst þannig að orði í einni ræðu sinni: „Vonverjarnir fyrstu báru þolinmóð- ir háð og hrópyrði, og lögðu mikið á sig, eins og t. d. kenslukona ein fátæk, sem dró við sig mat sinn, til þess að gela unnið að útbreiðslu vonarmálsins. Skyldi liún hafa gert það vegna þessara hagkvæmu viðskifta-nota einna saman? Og menn, sem lágu á banasænginni, hafa skrifað mér, að vonarmálið væri eina huggun síns liverfandi lifs, — ætli þeir hafi þá verið að hugsa um þessi hagkvæmu viðskifta-not? Nei, nei! peir höfðu að eins innri iiugsjón stefnunnar í huga. ]?eir elskuðu ekki vonarmálið af því, að það færir heila mannanna nær hvern öðrum, heldur af hinu, að það nálægði hjörtu þeirra livert öðru.“ Hc'r kemur berlega í Ijós, að það er bræðralagsliug- sjón vonarmálsins, sem er Zamenhof alt í öllu. Henni vinnur hann meðan kraftar endast. Áhuginn dvínar aldrei. Hann kólnar ekki og stirnar með aldrinum. Eld- urinn logar altaf jafn-glatt í sálu hans, þessi eldur, sem móðir hans hafði glætt, þcgar hún kendi honum að líta á alla menn eins og systkini; þessi eldur, sem kona hans hlúði jafnan að með samúð sinni og ástríki; þessi eld- ur, sem fékk ávalt nýja næringu i rótfastri trú ú sig- ur hins góða, — hinn heilagi eldur mannkærleikans. það er hann, sem mótar alt lif Zamenhofs. Vonarmál- ið er beint afkvæmi hans. Og trúmálaskoðanir Zamen- hofs og siðakenningar byggjast á þessu sama. Hann fylgdi engum sérstökum trúarflokki. Honum fundust þeir of þröngir, of kreddufastir. peir litu flest- ir homauga til þeirra, sem aðra siði höfðu. pá skorti

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.