Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 23
SKINFAXl 119 skýrt og ótvírætt og á verður kosið, lieitið íslandi þvi ujjp á æru og samvisku, að þennan rétt skyldu íslenskir þegnar liafa á Grænlandi og um alt sitt veldi. 5. pótt atvinnuréttindi danskra og íslenskra borg- ara á Grænlandi séu að mestu leyti eins, er þessi af- skaplegi munur á aðganginum til að nota þau: íslenskir ])orgarar gela óhindraðir rekið verslun og farið inn í Grænland og um Grænland til þess að nota sér réttindin. Dönskum þegnum er þar á móti fyrirmunað með dönsk- um lögum að fara inn i Grænland eða reka verslun, og einungis þeir danskir borgarar, sem eru á Grænlandi geta komist að þar að nota þennan atvinnurétt sinn. 6. Borgarar allra þeirra þjóðaréttarríkja, sem ekki hafa leyft lokun Grænlands, hafa sama rétt lil að fara inn í það og íslenskir borgarar, en íslenskir borgarar hafa þar á ofan einir þjóða jafnan rétt við danska borg- ara til þess að nota sér atvinnumöguleika Grænlands eins og þeir væru danskir borgarar. 7. Verði íslenskir borgarar fyrir lmjaski eða órétti af Dönum á Grænlandi, er íslensku stjórninnni sam- kvæmt stjórnarskránni skylt að veita þcim vernd og reka réttar þeirra af fremsta megni við hið erlenda riki. Jón Dúason. Frjálsir menn, — frjáls náttúra. Allir góðir íslendingar unna landi sinu og þjóðerni. það er óslc þeirra og framtíðardraumur, að þjóðin vaxi að viti og mannkostum, drengskap og dáðum, og að landið beri svip vaxandi, þjóðlegrar menningar því meir, sem timar liða. pessi draumur getur ræst, og það er full ástæða tii þess að vona að hann rætist.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.