Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 13
SKINFAXI 109 það er sjaldan, enda kemst maður aldrei alveg hjá þvi, eg hef glaðst af lifinu og náttúrunni meir en svo að tóm sorgarljóð yrði þar ofan á, svo er líka svo inikið til af þessu hjá öðrum, einkum yngri skáldum, það,1 væri því að hera í bakkafullan lækinn, enda útheimtir það sérstakt liugarástand, og ekki sýnilegt að það hafi eða hafi haft nokkur áhrif á líf manna eða lifsaðferð. pað er ekki mikið um glaðværð í þessum yngsta skáld- skap, vorvísur sjást ekki og engin ánægja, hvorki af náttúrunni né mannlífinu, miklu frekar sorg og eymd eöa eitthvað óþægilegt.“ Gröndal gaf út tímaritið „Gefn“ um nokkur ár og hefir ritað margar mikilsverðar blaðagreinar, væri það hið þarfasta verk að safna þeim og gefa þær út eða úrval þeifra, hefði átt að gera það nú á aldarafmæli skáldsins. Vinsælast og víðlesnast af öllum ritum Gröndals eru sögur hans af Heljarslóðar orustu og pórði í Iiatt- ardal. Hvergi nýtur orðfimi og fyndni, né hið óvið- jafnanlega ímyndunarafl snillingsins sín hetur en í gam- ansögum þessum, sem varla eiga sinn líka í hókmentum þjóðarinnar í'yrir ýmsra liluta sakir. Mega þær hiklaust teljast meðal þess ódauðlegasta, sem ritað hefir verið á íslenska tungu. Hefir svo verið sagt, að höf. þeirra hefði orðið heimsfrægur fyrir þær, ef hann hefði rit- að á máli stórþjóða. Sögur Gröndals ættu að vera til á hverju heimili og lesnar alla vetur einu sinni eða oftar. Ungir og gamlir heyra þær með óhlandinni ánægju og hlæja að þeim hjartanlega. Fátt er betur fallið til þess að dreifa fásinni og ömurleika, sem oft liggur eins og mara yfir sveitaheimilum á dimmum og snæríkum skamm- degiskveldum. Rit þessi eru hvorki háð stund né stað. pau eru ekki dægurflugur. Málsnild og fjölbreytt efni gefur þeim ævarandi gildi. pau eru eilif eins og döggin, frjóva og hressa anda allra kynslóða. Líkt má segja unx æfisögu Gröndals (Dægradvöl),

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.