Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.09.1926, Blaðsíða 3
SKINFAXI 99 Sanrbandsstjórnin lítur einnig svo á, að aðgerðir ung- mennafélagsins Velvakandi í Reykjavík síðastliðinn vetur í þessu málefni hafi verið ærið viðsjálar og inisr ráðnar, auk illa viðeigandi aðferðar. Virðist okluir hréf félágsstjórnar (U. M. F. Velvakanda) þannig fyrir komið að miklu fremur mcgi búast við að það veild bindindisstefnuna heldur en styðji. Við sambandsstjórn- endur viljum einhuga og eindregið taka það skýrt fram, i þessu efni, að við skoðum bindindisheitið scm ó f r á- víkjanlegt ákvæði, einkum nú á tímum, — og sem eitt Iiið allra þýðingarmesta hjálparatriði til siðmenn- ingar og manndygða. Við neitum algerlega að vilja kaupa þann lítilvæga og mjög svo vafasama liðsauka er félagsskapnum kynni — að sumra manna dómi — að Jilotnast við það að bindindisheitið yrði burtu numið. Við vitnum i þessu sambandi til samdóma álits allra þeirra eldri ungmennafélaga: fjölmargra samþykta bæði á sambands og héraðsþingum og fjölda annara ályktana og ummæla einstakra félaga. II. þjóðmenningarmál. Ungmennafélögin ætla sér einnig-----samkvæmt stefnuskrá sinni -— af „fremsta megni að styðja, við- hakla og efla alt það sem þjóðlegt er og horfir hinni islensku þjóð til gagns og sóma“. Ætla má að enginn sá ungmennáfélagi sé til, er ekki sé þessu samþykkur og viðurkenni réttmæti þess i orðum — enda væri illa hægt að álíta þann mann eiga heima i ungmennafélagsskapnum er þessu vildi mót- mæla. — En því miður er altof stórum ábótavant í þessu efni hvað álmga og aðgerðir snertir. Með miklum rétti má álíta að aldrei hafi verið jaín- mikil þörf á þjóðræknisstarfsemi ungmennafélaganna, síðan þau hófu starfsemi sína sem einmitt nú. Breyti- legir tíinar og byltingasamir á liögum og lífsslcilyrðum,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.