Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1934, Side 10

Skinfaxi - 01.02.1934, Side 10
10 SKINFAXI Í3Ú að Austurey í Laugardal vorið 1912, fluttu síðar að Kjóastöðum í Biskupstungum, og þaðan til Reykja- víkur vorið 1930. Þau hafa eignazt 5 börn, og lifa 4 þeirra; tvær dætur, uppkomnar, og tveir synir, annar 15 ára, en liinn á barnsaldri. Sigríður er kona glaðlynd og fjörmikil, fljól til svars og orðheppin, sem margt af hennar fólki. Hún er góð eiginkona og móðir, og trygg vinkona. Dugleg þykir hún til allra starfa og óvenju áhugasöm um allt það, er hún annars lætur sig nokkru skipta. Drenglyndi og áreiðanleika ann hún mcst allra dyggða. Þorstcinn og Guðriður eru fædd 5. septemher 1888, tví- burar. Fór snennna orð af því, að þau væri vel gefin, ekki síður en hin eldri syst- kini, o'g ennþá meira bar á námslöngun lijá þcim. Þau gengu bæði í Unglingaf elagið á stofndegi, og urðu þegar með allra duglegustu og áhugasömustu félög- um. Á fyrsta fundi eftir stofnfund höfðu þau fram- sögu sitt í hvoru máli, og fórst það ágællega. Voru þau þá 18 ára unglingar og höfðu aldrei fyrri kynnzt þessháttar félagsstarfsemi. Þau systkini stunduðu nám við Flensborgarskóla veturna 1907—1910, Þorsteinn tvo vetur, en Guðríð- ur einn. Gátu þau sér þar hinn bezla orðstir fyrir námíysi og dugnað, og tóku mikinn þátt i félagslífi nemenda, einkum Þorsteinn. Að loknu námi hurfu þau lieim aftur, studdu bú móður sinnar, meðan liún lifði, og tóku við því cr hún andaðist, liaust- ið 1912.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.