Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1934, Side 23

Skinfaxi - 01.02.1934, Side 23
SKINFAXI 23 aldrei einsýn leið framundan til betri daga og einlilít- ari aðstöðu við lífið. Og eg held, að aldrei verði úr böli bœtt, og aldrei verði vonir okkar um annað og betra líf í framtíð mannkynsins að veruleika, fyrri en ellin fœrir æskunni útrétta hönd til stuðnings og hjálp- ar. Æskan hlýtur livort sem er að vera og verða von- gjafi okkar, og liún liefir alllaf átt og á enn nægan auð, anda og orku, til að fullnægja þeim vonum. Þar hefir aldrei brostið neitt á, nema fyrir farartálmana, sem lagðir liafa verið á leið Iiennar. -----Yið stöndum nú nær miðjum vetri. Og ekki að vita nema þessi vetur verði okkur langur og erf- iður. Kaldir og birtuvana velrardagarnir yrðu þó sjálf- sagt alltaf naprari og skuggalegri, væri ekki vorvonin vakandi vetur allan. Og við deilum ekki við dómar- ann -—■ þann, sem vetrarfarinu ræður og viðbrigðum náttúrunnar. Við eigum líka þar sökina sjálfir, ef við förum varhluta i þeim viðskiptum. Og sjálfsásökunin dregur alla sókn og vörn úr eigin höndum. Við neitum því ekki, að harðæri og höggvís náttúru- afbrigðin liafi oft og einatt verið okkur ofurefli. Við verðuin að kannast við það, að hafa nærri altaf orðið undir í þeim viðskiptum. Vitum það, að stundum náði matgjöfin ekki til næsta máls, sem við ætluðum þó að nærðist lengur. Og vist liefir sviðið undan sjálfs- bjargarleysinu þá. En — „sárt brenna fingurnir, en sárar brennur hjartað“. Og svo er um það, að aldrei svíður svo undan viðskiptunum við náttúruna sjálfa — jafnvel þó að við sjáum okkur ekki neinn farborða íyrir vöntun þess, sem munnur og magi þarfnast — þá verður sá sviði aldrei svo brunasár, sem hinn, er við fáum í viðskiptunum hver við annan, þegar vegið er að með skilningsleysi og skorti tillits, sem taka ber til alls og allra. -----Siðan eru meir en tíu aldir, að norrænn vík- ingur flýði æltarland og óðal, fyrir það eitt, að sam-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.