Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 34

Skinfaxi - 01.02.1934, Page 34
34 SKINFAXI fremur smár, en gæti verið nokkuð viss, þá verða vextir að vera lágir og lánstími langur. Allar þessar umbætur eru lofsverðar, og á þeim verður að ijyggja í framtíðinni. En betur má ef duga skal. Mistökin ætlu að gefa bendingu til liins rétta. Hindranirnar æltu að livelja menn lil að sigrast á þeim. Ef einlægur vilji er til staðar og nægilegt vit og þrek, mætti svo takast að þessi þjóð, sem telur rúmlega 100 þús. manns, búsett í gæðalandi, geti komið þvi skipulagi á atvinnu sína, að hver einstak- lingur liafi nóg að starfa og nóg að lifa fyrir. En þvi miður gætir þess enn um of, að stétt er æst upp gegn stétt. Hver skarar eld að sinni köku, sveitum og bæjum er sigað saman, kjarni málanna vafinn í blekkingar. Lúalegustu vopn eru notuð í þessari samkeppnisbaráttu. fslenzk alþýða er þjök- uð, ýmist af atvinnuleysi eða erfiði og vonleysi. Unga fólkið úr sveitunum, sem margt mat meira tryggð við ástvini og átthaga, lieldur en gleðilíf bæj- anna, við Iiátt kaup og milda eyðslu, hefir orðið að yfirgefa bygg'ðina sína, leita hamingjunnar við sjó- inn. Sú leit hefir oft endað í atvinnuleysi og skorti. Þannig virðist ætla að fara. Og hver getur svo dæmt þetta unga fólk fyrir það, að ])að skipi sér í róttæka flokka? Er það ekki bein afleiðing af því festu- og skipulagsleysi í atvinnumálunum, og því öryggisleysi, sem einstaklingarnir verða við að búa af liálfu þjóðfélagsins? Þessi æska veit hvað hún vill. Hún vill starfa og njóta lifsins. Ilún á lieimting á bættum lífsskilyrð- um, ]>vi með henni býr framtið landbúnaðarins, kjarni þjóðarinnar. Hver vill neita henni um menntun, meina lienni að rækla og byggja, slofna heimili? Vill nokkur í alvöru ræna þjóðina þeirri fótfestu, sem liún Iiefir i góðum heimilum. Eða vill nokkur, vitandi vits,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.