Skinfaxi - 01.10.1936, Blaðsíða 3
SKINFAXl
99
ins menningarþroska, með fræðslu og líkamsþjálfun,
og til að rökhugsa þjóðnytjamál og vinna að fram-
gangi þeirra.
3. Að vernda æskulýð landsins gegn neyzlu áfengra
drykkja og vinna að útrýmingu skaðnautna úr land-
inu.
4. Að vinna að því, að næg og lífvænleg atvinna bíði
allra unglinga, er vaxa upp í landinu, þegar þeir
liafa náð starfsaldri eða lokið námi.
5. Að beita sér fyrir heimilisiðnaði, verndun skógar-
leifa og skógrækt, og þjóðlegum skemmtunum.
6. Að vinna að því, að skapa í hvívetna heilbrigðan
hugsunarhátt meðal æskulýðsins, í meðferð fjármuna
sinna, verndun heilsunnar og fegrun og hreinsun
móðurmálsins.
Kjörorð U.M.F.Í. er: fslandi allt.
Meginliluti hinnar nýju stefnuskrár markar sömu
stefnu og Umf. hafa haft undanfarna æfi, að sumu
leyti í lögum sínum, en að öðru leyti í framkvæmd.
Aðeins einn liður stefnuskrárinnar sýnir nýtt viðhorf,
4. liður. Enda voru fulltrúar ósammála um liann ein-
an, og urðu nokkur átök um hann á þinginu.
Eigi skulu dregnar dulur á það, að eg tel samþykkt
4. liðar stefnuskrárinnar mjög merkilegan og gleðileg-
an athurð, og bera vott um það, að sambandsþingið
þekkti sinn vitjunartíma. Með honum er tekið i stefnu
og á dagskrá félaganna eitt helzta vandamál og úr-
lausnarefni líðandi og komandi ára — mál, sem ein-
mitt snertir alla æsku landsins alveg sérstaklega, og
allar líkur benda til, að æska nútímans hugsi um og
vilji vinna fyrir. Með samþykkt 4. liðar hinnar nýju
stefnuskrár taka ungmennafélögin enn á ný á hinum
stóru dagskrármálum samtíðar sinnar. Þar eiga þau
að „hafa hitann úr“.
Atvinnumálin.
Hið nýja stefnuskrárákvæði um átölc í atvinnumál-
Um þjóðarinnar kemur ekki að óvörum né undirhún-
7*