Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 4

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 4
100 SKINFAXI ingslaust. Skinfaxi liefir unnið markvist að því siðustu árin, að beina hugum ungmennafclaga í þessa stefnu. Avarp mitt til ungmennafélaga, í síðasta liefti Skin- faxa, var m. a. undirbúningur þessa máls fyrir sam- bandsþing. Þar er sýnt fram á, að tímabært og að- kallandi verkefni fyrir Umf., sem einkum eru æsku- lýðsfélög sveitanna, er að vinna að gagngerðum um- bótum á atvinnuvegi sveitanna, landbúnaðinum, og jafnframt að því, að tengja sveitaæskuna traustum böndum við hann, — í því skyni, að öll sú æska, sem vex upp í sveitum landsins, eigi þar kost lífvænlegrar frambúðaratvinnu, áður langir tímar líða, við jafngóð menningarskilyrði og bæirnir geta boðið. Skrifum Skinfaxa i þessa átt liefir verið mjög vel tekið. Er það sérstakt gleðiefni, að yngstu félagarnir hafa tekið þeim með mestum áhuga, og gefur til kynna, að hér sé rétt stefnt. Sambandsþingið lét og eigi sitja við það eitt, að taka atvinnumálin upp í stefnuskrá ungmennafélaganna, heldur ráðstafaði það með sam- þykktum framkvæmdum á næstu árum. Skal hér skýrt fná helztu samþykktum þingsins um þetta efni, og því, sem þegar liefir gerzt í málunum eftir þing: „SambandiS lýsir ánægju sinni yfir þeirri stefnu lög- gjafar og stjórnar i atvinnumálum þjóSarinnar, sem fólgin er í lögum um nýbýli og samvinnubyggSir frá 1935, og vottar þakklæti sitt þeim mönnum, sem unn- iS liafa aS þeim lögum. Lofar þingið þessum málum ákveðnum stuSningi i orði og á borSi.“ „Sambandsþingið skorar á ungmennafélögin að styðja af alefli myndun nýbýla — hvert í sinu héraði —, og létta eftir föngum byrjunarörSugleika landnemanna, svo sem með því, aS leggja þeim til nokkra ókeypis vinnu við stofnun nýbýlanna.“ „Sambandsþingið 1936 felur sambandsstjórn U.M.F.Í.: 1. Að rannsaka hvort unnt sé að fá fjárstyrk til að launa ungmennaráðunauta um jarðyrkju, frá Inter- national Education Board eða Rockefellerstofnuninni i Bandaríkjunum.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.