Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1936, Síða 8

Skinfaxi - 01.10.1936, Síða 8
104 SKINFAXI þingið með henni djarfa og drengilega aðstöðu til mesta vandamáls liðandi stundar, meðal allra þjóða. „Sambandshing U.M.F.Í. skorar á allan œskulýð í landinu til baráttu gegn einræði og stríði og hvetur til öflugrar baráttu fyrir lýðræði, pesónulegu frelsi, friði og menningu." Samþykkt þessi þarf engra skýringa við. Hver ein- asti frjálslyndur og djarfhuga ungmennafélagi lilýtur að taka undir liana af alhug. Auk hins almenna áslands í heiminum ýtti það undir sambandsþingið með að gera þessa samþykkt, að sambandsstjóri skýrðj frá því eftir samtali við sam- bandsstjóra norsku ungmennafélaganna, að Noregs Ungdomslag væri að undirbúa norræn æskulýðssam- tök til verndar friði og menningu. — Skömmu eftir þingið barsl svo sambandsstjóra bréf það, sem lxér er birt í þýðingu: „Hér í Noregi hefir verið skipuð æskulýðsnefnd, senx liefir það hlutverk að vinna að friði, samúð og skiln- ingi meðal þjóða. Ungmennafélag Noregs, Kristilega ungmennasam- bandið norska, Norska skátasambandið og Góðtemplara- reglan eiga fulltrúa i nefndinni. Formaður nefndarinn- ar hefir verið kjörinn sambandsstjóri norslcu ungmenna- félganna, hr. Halvdan Wexelsen Freihow sóknarprestur. Friðarnefnd norska æskulýðsins snýr sér til sams- konar æskulýðsfélaga í Svíþjóð, Finnlandi, íslandi og Danmörku og býður þeim að taka þátt i skipun nor- rænnar æskulýðsnefndar. Vér teljum, að félagssamtökum, sem vinna samkvæmt stefnuskrá sinni að góðum málum, sem menn geta sam- einazt um yfir þjóðernisleg takmörk, beri að hefja sam- vinnu og fræðslu til eflingar þeim hugsunarhætti, s'em lieimtar frið og menningu í samlífi þjóðanna. Hin einstöku félagasamtök, sem hér um ræðir, á Norð- urlöndum, fá í friðarstarfi þessu fagurt og sameinandi lilutverk. Og hugsjónin friður og menning er reist á alþjóðlegri lífsskoðun. Norræn æskulýðsnefnd fyrir frið og menningu mun

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.