Skinfaxi - 01.10.1936, Síða 16
112
SKINFAXI
„Þar eð stjórnmálaflokkur sá, er nefnir sig Þjóðern-
issinna, liefir tekið sér kjörorð U.M.F.Í., „íslaiuli allt“,
lýsir sambandsþingið yfir því, að ungmennafélögin eiga
ekkert skylt við nefndan stjórnmálaflokk.
Ennfremur felur þingið sambandsstjórn að alhuga,
hvort Ungmennafélög íslands hafi ekki lagalegan rétt
á kjörorði félaganna, „íslandi allt“, og hverrar verndar
kjörorðið njóti, sem sérstaklega einkennandi fyrir U.M.
F.Í., og gera þær ráðstafanir, sem hægt er, til trygg-
ingar réttindum félaganna i þessu efni.“
Fjárhagur U. M. F. I.
Rétt þykir að gera íiér allrækilega grein fyrir fjár-
liag sambandsins, samkvæmt reikningsskilum
þeim, er lágu fyrir sambandsþingi. Það er rétt og
nauðsynlegt, að félagsmenn viti sem gerst um það,
hvernig hag sambandsins er komið á hverjum tíma.
Og hver veit nema þau félög, sem sek eru og syndug
gagnvart samhandinu, finni betur til ábyrgðar sinnar
og geri sér hana ljósari, þegar þau sjá reikninga sam-
bandsins og vita livernig hagur þess er. Kemur hér
þá fyrst:
YFIRLIT
yfir tekjur og gjöld U.M.F.f. á árunum 1933—’36.
T e k j u r:
1. Ríkisstyrkur ................................. kr. 1G000.00
2. Skattar frá félögum ............................ — 2889.50
3. Ýmsar tekjur ................................... — 402.00
4. Frá U.M.S.K. (Lán kr. 300.00 og styrkur kr.
100.00, vegna heimboðs Jakobínu Jolinson) — 400.00
1. Skinfaxi ...................... kr. 14323.87
2. Þrastaskógur .................... — 1573.88
3. Sambandsþingið 1933 — 298.43
4. Laun starfsmanns ...... — 2600.00
5. Styrkur lil Þorst. Jósefssonar .. — 600.00
6. Ýmsir styrkir ................... — 1061.00