Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 21

Skinfaxi - 01.10.1936, Page 21
SKINFAXI 117 starfsemi sinni hér og áhuga sínum á íslenzkum efnum, enda talar hann og ritar islenzku fullkomlega rétt. Nú dvelur prófessor Velden i Svíþjóð og hefir náð þar miklum vinsældum sem fyrirlesari og tónsnilling- ur. Hann hefir sterkan hug á að koma aftur til íslands, og liefir boðið U. M. F. I. að fara fyrirlestraferð kring um land fyrir það. I>vi miður hefir U. M. F. I. ekki fjár- ráð til að ráða prófessorinn til fyrirlestraferðar. En ef hann kemur og ferðast hér um, hefir samandsþing skorað á sambandsl'élögin að greiða götu lians eftir mætti. Þarf ekki að efa, að þau geri það með ánægju. A. S. Óskar Þórðarson frá Haga: Tvö kvæði. (Höfundurimi er l(i ára gamall). I. L e y s i n g. Sjá, mannsins andi hefst í helgri tign, og hugsun vorsins býr í hverju orði. Hjá gráurn bökkum liðast áin lygn í löngum flekkjum — dökk á yfirborði, og steypist síðan fram með frýs og köst, og froða vatnsins byrgir hylji alla. Það grípur hug manns kynleg, koldimm röst, er kyljur leysinganna stíga og falla. Og lindin vex og lækir skeyta ei neitt um lög og farveg sinn á slíkum degi. Þeir leita saman, verða allir eitt, og áfram geysast, ryðja nýja vegi. Hver megnar það, að standast slíkan straum, og stefna ei sjálfur fram og kúgun hrinda? Hver unir nú við deyfð og kaldan draum, sem dæmir þá, er frelsis logann kynda?

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.