Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1936, Síða 24

Skinfaxi - 01.10.1936, Síða 24
120 SKINFAXI ir mér landslagið. En maður verður ótrúlega fljótt þreyltur og mann fer að syfja. Iílukkan að ganga 4 kom lestin til Kristinehavn. Þar þurfti eg að skipta um lest og bíða annarrar, er gekk til Kil. Eg vildi auðvitað nota tímann, til þcss að skoða mig um, en það var ákaflega heitt, svo að litið varð úr. Eg gekk inn í skemmtigarð og livíldi mig i skugga trjánna. Ivristinehavn er nokkuð stór bær og nýlegur, sýndisl mér. Eg hafði lieyrt, að Vármlendingar væru glaðlyndari og fljólteknari en Svíar almennt. Allir liafa heyrt getið um sænska kurteisi, og verður auðvitað ekki ofsögum aí henni sagt. En ýmsum þvkir Svíarnir dálítið þótta- fullir og seinir til viðkynningar. Sjálfir segja þeir, að Slokkhólmsbúar séu stollir, og ógerningur að komast i kynni við þá. Þeir yrði ekki hver á annan, þótt þeir sitji hlið við hlið í járnbrautarlestum, eða sþorvögnum, svo klukkutímum skiptir. Hvað sem hæft kann að vera í þessn, þá er hitl vist, að cg varð þess brátt vör, að orðsporið var rétt, er fór af Vármlendingum. Þeir eru léttir í máli og glaðlegir i viðmóti. Á járnhraularstöð- inni i Ivristinehavn þurfti eg að koma liandtösku minni til geymslu, meðan eg gekk út í hæinn. Mér varð sú skyssa á, að eg bað um að fela töskuna í stað þess að geyma hana. Eg var ekki sterkari á svelli i sænskunni. Stöðvarþjónninn Iirosti út undir eyru. — Jú, við gætum nú falið margt hérna, sagði karl- inn. — Eg skyldi með ánægju feta stúlkuna sjálfa Skammt frá járnbrautarstöðinni kom eg auga á ís- sala. Var það vel þegið i hitanum. Eg keypti mér is fyrir nokkra aura. Sölukarlinn tók víst eftir því, að eg leit á úrið rnitt, og spyr mig, hvort eg ætli með lestinni; Eg játti því. — Uss, yðnr tiggur ekkert á — en hverl eruð þér annars að fara? bætti hann við. — Ætlið þét lengra norður á eyðimörkina? — Eg ætla lengra upp í Vármland.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.