Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 31

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 31
SKINFAXI 127 alstaðar, hvar sem eg kom. — íslenzk stúlka á ferða- lagi ein síns liðs, langt uppi i Vármlandi. Blöðin gátu um þctta, og eitt þeirra fckk viðtal við mig. Mér fannst eg vera orðin eitthvert stórmenni, eða að minnsta kosti á góðum vegi með að verða það. Meðal gestanna, er þarna voru mér samvistum, voru mæðgur tvær, frú og ungfrú Lagerlöf. Frúin var ekkja, en liafði verið gift frænda skáldkonunnar. Eg var oft með dótturinni, þessa daga, og fór vel á með okkur. Hún minnti mig einhvernveginn svo mikið á Ingimar- ana i sögunni Jerúsalem. Hún var nú samt ekki ófríð stúlka, en fallega rauðhærð og björt yfirlitum. En það var eitthvað við hana, barnalegt, en þó festulegt, og hún var ákaflega þjóðrækin. — Að liún skyldi ekki skammast sín, sagði hún, hvað eftir annað, er eg sagði henni frá kunningjakonu minni í Torsby, sem hafði meiri mætur á norsku skáldkonunni Undset heldur en Lagerlöf, — og vera sænsk sjálf. — Það fannst henni regluleg goðgá. Hún sagði mér, að bróðir sinn væri liðsforingi i Stokkhólmi, og félagar hans nefndu hann sjaldan annað en „Selmu“. Það er nú svona, að ekki er ánægjulegt nema í aðra röndina að vera i ætt við stórmenni. Húsfreyjan á Helgeby, Gunhild Hákanson, var ekkja. Hafði maður hennar, Ossian Hákanson, verið ritliöf- undur og þjóðkunnur jafnaðarmaður, fylgismaður Brantings. Þau hjón höfðu um tima haft umráð yfir búgörðunum háðum, Gylleby og Helgeby, sem oftast höfðu verið eign söniu ættar. Gylleby var skammt frá, og ])ar hafði frúin rekið greiðasölu í stórum stíl. En eftir lát manns síns hafði hún neyðzt til að selja Gylle- by. Þessi herrasetur bæði áttu margar sögulegar minn- ingar. í fornöld er sagt að norskur konungsson, Gilli að nafni, hafi setzt að á Gylleby. Hafði liann flúið land í Noregi. Af nafni lians er álitið að búgarðurinn dragi nafn. Helgeby varð á 14. öld eign þeirrar ættar, er nefndi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.