Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 37

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 37
SKINFAXI 133 er um líf þeirra manna, sem yrkja jörðina. Það er frjó- semi starfs þeirra, sem einnig hefir frjóvgandi og göfg- andi áhrf á sjálfa þá. Landnemarnir — bændurnir „opna dvrnar fyrir gróðri, rumska þvi, sem bundið blundar“. Það er lireint ekki sizt þessi frjósemi, sem Ham- sun lofsyngur í hinni víðfrægu og djúpskyggnu skáld- sögu sinni Markens Gröde (Gróður merkurinnar), þar sem rituð er með fágælri málsnilld og mynda-auðlegð heljusaga frumbýlingslífsins. Að höfundinum hefir ver- ið annt um, að leggja áherzlu á frjósemi slarfs þess manns, sem landið ræktar, sést bezt á því, að liann hregður upp i sögulok ógleymanlegri mynd af sögu- hetjunni, ísak, að kornsáningu á akri sínum, með dýrð hnígandi sólar í baksýn. Úl um gluggann á herberginu á heimili islenzka land- ncmans i Lögbergsnýlendunni, þar sem þessar línur eru ritaðar, blasa einnig við augum næg vegsnnunerki frjósemdar bændastarfsins — grænir akrar, gróður- prúðir garðar og laufkrýnd tré. Myndirnar úr lífi íslenzkra frumbyggja í Vesturheimi, sem hrundu úr stiflum þessum hugsunum, draga þvi athyglina sérstaklega að tveim máttarstoðum heilbrigðs þjóðlífs og batnandi: — andlegu sjálfstæði einstak- lingsins og frjósömu starfi hans. Menntun vor og menningar-viðleitni verður að stefna að því marki, að glöggva skilning manna ó þessum grundvallaratriðum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.