Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 38

Skinfaxi - 01.10.1936, Side 38
134 SIvINFAXI Richard Beck: Brautryðjendar. (Tileinkað íslenzkum landnemum i Vesturheimi). Þeir sigldu höf, sem kjölur klauf ei fyrri, og knúðu árar, brygðist hagstætt leiði; við skin af stjörnum þungan barning þreyttu til þrautar, móti stormi’ og sæ í reiði. Þeir héldu beint á hrjóstur eyðifjalla og hræddust hvorki ís né brunasanda; við hungurvofur horfðust djarft í augu; þeir heyrðu lúður nýja tímans gjalla. Þeir námu álfur, breyttu auðn í akra, og urð í laufprúð tré, sem gróðri skýla; en landskuld sína greiddu í trega og tárum; í týndum gröfum þessar hetjur hvila. I týndum gröfum? — Morgun-leiftur ljóma frá legstað þeirra, huldum grænum sverði. Þeir unnu meira röðulrisi en kveldi, og raddir slíkra gegnum eilífð hljóma. Þeim pílagrímum allra landa og alda, sem eldi fóru jörð að báðum skautum, í hreinu gulli hjarta-prýði og dáða ber hraustra sonum erfðafé að gjalda.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.