Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1936, Síða 39

Skinfaxi - 01.10.1936, Síða 39
SKINFAXI 135 Núpsskóllnn þrítugur. Elzli ungmennaskólinn, sem nú starfar í sveitum landsins, og um leið sá héraðsskólinn, sem á lengsta samfellda slarfssögu að l>aki sér, er þrítugur á þessu iiausti. Það er héraðsskóli Vestfirðinga að Núpi í Dýra- l'irði. Stofnandi skólans og skólastjóri lengi framan af var séra Sigtryggur prófastur Guðlaugsson, er þá hafði nýlega fengið veitingu fyrir Mýraþingum og sezt að á Núpi. Hafði fámenn sveilastúka, er starfaði í nágrcnni Núps, reist myndarlegt fundahús þar á staðnmn, og í því húsi starfaði skólinn framan af. Var hann rekinn á kostnað og áhyrgð séra Sigtryggs, þar til héraðsskóla- lögin gengu í gildi. Fékk liann að vísu smávegis styrki frá ríki og sýslu, en oft liefir róðurinn vafalaust verið þungur og laun skólastjórans lág, þau sem talin verða í fjármunum. Hin launin, sem séra Sigtrvggi hafa að visu vafalaust verið kærust, að sjiá æskumenn vaxa að þroska og manndómi fyrir tilstyrk hans, hafa verið þeim mun ríkulegri. 1929 lét séra Sigtrj'ggur af stjórn skólans, en Björn Guðmundsson tók við. Hafði Björn verið kennari við skólann frá upphafi og ált sinn þátt í að skapa honum það álit og þær vinsældir, sem hann liefir notið. Björn liefir til að hera flesla kosti, sem til þess þarf, að laða að sér unga menn og vera dáður og áhrifaríkur foringi þeirra. Hafa ungmennafélögin notið þeirra kosta Björns, jafnframt Núpsskólanum, því að hann er einn af fremstu foringjum þeirra, svo sem kunnugt er. Þegar Núpsskólinn var gerður að héraðsskóla fyrir Vestfirði og kom undir héraðsskólalögin, rýmkaði hagur hans og framtíðin var tryggari. Var þá tekið að undirbúa stækkun lians og nýja skólahúsbyggingu. Vann séra Sigtryggur þar manna ötulast, og gaf skól-

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.