Skinfaxi - 01.10.1936, Side 50
146
SKINFAXI
Hann liorfði á mig xneð jiárngráum augum, hristi
iiöfuð silt og sagði:
— Mikil er vantrú þín. Fylg mér enn..
Það varð morgunn og það varð kvöld.
Við héldum ferð okkar áfram....
SigurSur Thorlacius:
U. M.F. og skólamál sveitanna.
Síðasta alþingi samþykkti ný lög um fræðslu barna.
Lög þessi laka hinum eldri fræðslulögum fram um
ýms mikilsverð atriði. Eg nefni hér tvö ákvæði: „Öll
börn á landinu eru skólaskyld á aldrinum 7—14 ára“
(áður 10—14), og „f hverju slcólahverfi skal gera skóla-
hús.“ En sá böggull fylgir hér skammrifi, að heimilt
er að veita skólahverfum undanþágu frá skólaskyldu
fyrir 7, 8 og 9 ára börn, ennfremur, að engin ákvæði
eru i lögunum, er geri sveitum og ríki skylt að reisa
skólahús, þar sem engin eru nú, innan ákveðins tima.
Veltur j)ví mest á skilningi og áhuga almennings í
sveitum landsins, hvort hin nýju fræðslulög bera þar
þann árangur, sem lil er ætlazt. Eigi leikur það á tveim
tungum, að farkennslu fyrirkomulagið, sem algengast
er í sveitunum, er svo gersamlega ófullnægjandi, að
verði við það unað öllu lengur, hlýtur það að verða
menningu sveitanna til verulegs hnekkis. Það er aug-
ljóst, að sakir fámennis og annríkis í sveitunum fækkar
þeim heimilum si og æ, er geta kennt börnunum hin
nauðsynlegustu þekkingaratriði. Hitt munu menn siður
láta sér skiljast, sem eigi er þó minna um vert, að sið-
gæðis- og félagsþroska barnanna er hætta húin af sömu
ástæðum.